Tuesday, May 03, 2011

Moli...

... er kominn heim og allt gekk vel. Það voru teknar 4 tennur í neðri kjálka og svo tók hann eina tönn í efri kjálka hægrameginn en sú tön var staðsett fyrir aftan vígtönnuna hans. Hann fjarlægði einnig skinntoduna sem var hægramegin í efri kjálka.
Þegar við komum að ná í prinsinn sagði dýrahjúkrunar konan okkur að hann hafi gólað eins og úlfur eftir að hann vaknaði eins og hann væri að gráta enda hefur hann væntanlega verið soldið ráðviltur þessi elska. Þegar við náðum í hann dillaði hann rófuni strax og hann sá mig og sleikti mig alla í framan :D.
Núna er hann bara þreittur með tanndurhreinar tennur, ekki lengur andfúll og einstaka sinnum stendur tungan pínulítið út ;9 en það lítur út fyrir að það verði ekki vandamál þar sem tungan hans er ekki það löng og trínið er ekki það stutt þannig að þetta verður líklega bara þegar hann er latur að draga tunguna inn sem er gott :D.
Ég ætla ekki að pirra hann með myndatöku núna en vildi bara segja ykkur að hann hefur það gott og er bara að slappa af núna.

Knúsar og takk fyrir bænirnar
Fjóla og co

p.s. Amma Lalla (amma hans Davíðs) er með lúgnabólgu og er mikið veik þannig að ég væri þakklát ef þið gætuð haft hana í bænum ykkar.

1 comment:

Helga said...

Gott að allt gekk vel með Mola sæta. Hlakka til að sjá myndir.
Sendi knúsa og hef ömmu Davíðs í bænum mínum.