VÁ hvað ég er spennt :D. Við Davíð erum búin að ákveða að skrifa niður þegar við heyrum lögin hvort að við höldum að það komist áfram eða ekki og sjá hvort okkar var meira sannspátt :D.
Annars vorum við Davíð að koma af Daytona Beach (Moli fékk ekki að koma með) og var það alveg æðislegt, ég er strax komin með lit :D. Mola líður miklu betur og er hættur að haltra þannig að hann þakkar kærlega fyrir alla knúsana :D.
Davíð fór í annað viðtal í morgun og er núna að taka eitthvað próf sem tengist því viðtali þannig að hann er í endalausum viðtölum þessa dagana :D. Við eigum bara tvo daga hérna á þessu hóteli og förum á föstudaginn til Lake Mary á annað LaQuinta hótel og verðum þar þangað til pabbi og mamma koma :D.
En nóg með það ég er farin að koma mér í stellingar fyrir Eurovision :D.
No comments:
Post a Comment