Sunday, May 29, 2011

Jæja...

Það er búið að vera mikið að pæla og mikið að velta fyrir sér framtíðinni hjá okkur Davíð. Núna fer að koma að því að það þarf að taka ákvörðun þannig að þetta er allt að verða raunverulegra og stressið sækir á mann :S. Davíð er búin að fara í fult af viðtölum og það fer að koma eitthvað út úr því þannig að það má áframhaldandi biðja fyrir því ásamt N.Y. og annari hugmynd sem við erum að velta fyrir okkur hvort að ef hann kemst inn í Dogtorsnámið hvort við förum til Virginiu og reynum að búa þar í einhvern tíma.
En nóg um vangaveltur og áhyggjur. Á miðvikudaginn erum við að leggja eldsnemma afstað í Road Tripið okkar og er ég rosalega spennt fyrir því :D. Það verður sko tekið hellingur af myndum sem verður unnið í aðsetja inn á bloggið eins hratt og ég get ;D.
Annars erum við búin að sitja stíf fyrir framan sjónvarpið alla síðustu viku að horfa á Casey Anthony málið og getum við ekki beðið að réttarhöldin byrji aftur á þriðjuaginn en ástæðan fyrir því að það byrji ekki á mánudaginn er sú að þá er Memorial day og þessvegna frídagur. Við erum svo djúft sokkin í þetta Casey mála að við fórum út í búð áðan og keyftum sérstaka græju til að geta hlaðið tölvuna í bílnum og svo keyftum við hátalara til að tengja við tölvuna og svo erum við með netkupp sem við getum notað meðan við keyrum og er þetta allt gert til að geta horft á málið á leiðinni ;9.
En ég þarf að fara ða huga að matnum en ég er að sjá um hann í kvöld og erþ að lax heillinn ;D.

Knúsar og Guð passi upp á ykkur

Fjóla og co

No comments: