Wednesday, July 28, 2010

Miðvikudagur

Þá eru bara morgundagurinn eftir hér í Virginiu and then I´m of to Florida :D. Ég er búin aðvera dugleg að hakka niður to do listann minn yfir allt það sem ég þarf að gera áður en ég fer og gengur það bara mjög vel. í dag var tiltektar og þrif dag og er ég búin með það VÚHÚ!!!!
Við Moli fórum út að labb í morgun eins og venjan er orðin þegar við erum ein án Davíðs, ég fór tók svo til smá áður en ég skellti mér út í laig þegar hún opnaði kl 12. Svo er ég bara búin að vera að klára að þrífa og er núna allt orðið hreint og fínt. Í kvöld er svo leikfimi, Zumba baby, og svo bara að taka því rólega.
Á morgun er planið að láta dagin bara líða eins hratt og hækt er því ég er búin að öllu sem þarf að gera. Ég legg svo afstað snemma á föstudeginum til Flóró en planið er að leggja afstað kl 7:00 am. Ég keyri svo í 9 tíma og stoppa á hóteli í South Carolina þar sem við Moli eiðum nóttinni áður en við tökum svo síðustu 4 tímana til Flórída :D. Ég er ekki lítið spennt að hitta pabba, mömmu, Hlynsa og Dísu og get ekki beðið að eiða með þeium næstu tveim vikunum :D.
En þar sem ég hef nákvæmlega EKKER meira að segja eins og staðan er núna þá segir ég bar OVER AND OUT ;D.

Kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, July 27, 2010

Búðar ferð

Við Davíð fórum á sunnudaginn aðeins í mallið okkar og löbbuðum um. Við kíktum í Marchelle ´s og þar sá ég þetta!

Ok við erum að tala um að það er verið að selja boli en maðurinn fékk ekki að vera í nærbuxum á myndinni!!!!! SÆLL

og svona var svo framhliðin... er þetta ekki aðins of langt gengið að aumingja kallinn fái ekki að vera í nærbuxum á myndinni ;9.

Við fóru msvo á Red Robin í hádeginu en Davíð er búin að vera að bíða lengi eftir því ða fara þangað :D

og hann var glaður ;D

Annars er ég að reyna að klára eins mikið og ég get í dag þar sem það er engin sundlaug en hún er víst alltaf lokuð á þriðjudögum. Ég er búin að setja í tvær vélar og tilbúin með þvott í þá þriðju, ég er búin að gera til dýnuna og sængurföt fyrir gestina okkar :D, ég er næstum búin að pakka fyrir ferðina mína til Flórída og er svona að fara að taka til og þrífa.
En núna er komin hádegismatur og ég ætla að fá mér að borða :D.

knúsar Fjóla og Moli

Monday, July 26, 2010

...

Þá er Davíð aftur farin til stóra eplisins og við Moli erum eftir í höfuðborginni. Við eigum nú samt ekki eftir að vera hérna í marga daga vegna þess að snemma á föstudagsmorguninn leggjum við afstað til Flórída að hitta famelíuna og hlakka ég MIKIÐ til þess :D. Ég veit að Moli minn væri alveg á iði og vissi ekki hvert hann ætlaði ef hann vissi hvert hann væri að fara ;D.
Ég ætla að reyna að láta þessa daga líða hratt hjá mér með því að halda mér uppteknri og fara út með Mola á hverjum morgni, taka til, þrífa, fara í sólbað, leikfimi daglega og gera allt til fyrir heimsókn pabba, mömmu ,Dísu og Hlynsa :D. Ég er orðin vel spennt að fara og sýna þeim D.C og N.Y og fara ðaversla og læti.... AAHHHHH er svo spennt :D.
En ég sendi bara knúsa núna og bið guð að vaka yfir og passa ykkur öll því þið eruð mér mikilvæg. Knúsar frá okkur Mola

Fjóla

Saturday, July 24, 2010

Katz deli :D

Þá erum við loksins búin að prófa Katz deli en okkur er víst sagt að þar séu bestu samlokur í heimi :D. Þessi staður er líka þektur fyrir það að Myndin When Harry met Sally var tekin upp þar nánar tiltekið fullnægjingar atriðið ;D.
Það var nóg að gera en ég ætla bara að láta myndirnar um rest ;D.

Davíð að pannta :)

ég komin með mína samloku... VÁ!!!!

og Davíð með sína.... ÚFF

Nammi namm

ummm....


Veggirnir eru þaktir myndum af frægu fólki sem hefur komið og snætt á staðnum

og þar má nefna hann Johnny Depp en þessi er sérstaklega fyrir Guðlaugu Maríu ;9

Þarna er svo borðið þar sem þau sátu í myndinni

og þetta er það sem stendur fyrir ofan borðið

Svo á leiðinni hingað til Virginiu í dag keyrðum við framhjá þessum garði sem kom okkur skemmtilega á óvart :D

Knúsar Fjóla og co

Friday, July 23, 2010

Central park ævintýri

Við Moli fórum saman til Manhattan og slöppuðum af í sólinni, ja Moli var nú samt meira í skugganum, og ég las bók og hafði það kósý meðan við biðum eftir að Davíð kláraði vinnuna sína :D. Það var frábært veður og fult af fólki að sólbaða sig í garðinum, hestvagnarnir út um allt með farðega og allir að njóta dagsins.
Planið var að fara á Ketz Deli eftir vinnu hjá Davíð en það var löng lestarferð og við vorum með Mola og það var tekið fram á heimasíðunni að það væri alltaf löng bið þannig að við ákváðum að fara bara heim og panta pízzu þar sem við vorum glor soltin og vildum fá eitthvað fljótlegt ;D.
Planið í dag aftur á móti er að fara loksins á Katz deli en ég ætla að fara og hitta Davíð eftir vinnu.
En hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.

Moli að slappa af í skugganum :D

Ég að lesa Önnu mína :D

Moli að fylgjast með fuglunum

Ég

Fuglarnir voru allt í kring um okkur

Í Central park er núna tívolí sem er þarna á bak við mig og svo auðvita háhýsin :D

Knúsar frá okkur Mola

Thursday, July 22, 2010

Ógeðslega sætt


Þessar kanínur eru náttúrulega OF sætar en fylgist sérstaklega með 25 sek OF SÆTT

Wednesday, July 21, 2010

Funny fat marmot eat a cracker

Ok þetta er nú með því fyndnara sem ég hef séð lengi njótið :D.

Tuesday, July 20, 2010

Íbúðin

Þá er ég vöknuð en ætla að taka því rólega svona í morgun sárið. Davíð er farinn í vinnuna og kemur ekki heim fyrr en 8-9 í kvöld því það er eitthvað í gangi eftir vinnu hjá honum. Við Moli v erðum því að reyna að finna okkur eitthvað að gera til að drepa tíman. Núna erum við bara ða hafaþ að rólegt en ég held ég skelli mér í grænmetis og ávaxta búðina mína svona í kringum hádegið og versli smá fyrir okkur og gef Mola langan góðan labbitúr í leiðinni.
Hlynsi og Dísa eru svo að leggja afstað í dag til Flórída en ég er alveg að springa mig hlakkar svo til að hitta þau :D. Annars lofaði ég að setja inn myndir af breytingunum sem ég erði og hér eru þær :D.

Ég er að reyna að gera íbúðina aðeins meira heimilislegri og ég held að mér sé að taka st það hækt og rólega ;D

Davíð fann svo þessar hillur inni í skáp og ég setti þær ofaná hvor aðra og bjó til geisladiska og dvd skáp :D

En ég sendi bara knúsa :D

Monday, July 19, 2010

Buzzy as a bee

Ég er búin að vera á fullu í allan dag og er ekkert smá stolt af mér :D. Dagurinn byrjaði vel þar sem Davíð vakti mig með fótanuddi og bjó svo til pönnukökur og steikti egg í morgunmat :D.
Strax og Davíð fór út til að fara í vinnuna hófst ég handa við að taka upp úr öllum töskum og pokum sem við komum með og ganga frá því öllu á réttan stað :D. Ég endur raðaði svo í eldhússkápana svo það sé nú eitthvað skipulag þar í gangi og endaði svo á því að förka af alstaðar, inni í skápum og sópaði og skúraði gólfið :D. Moli lá í leti og horfði á mig allan tíman en ég held að hann sé enþá hálf þreyttur eftir ferðalagið í gær. Ég er svo búin að setja upp nokkra myndarama hér og þar og það er komin ein mynd upp á vegg en ég set kanski inn blogg á morgun með myndum af íbúðinni eins og hún lítur út núna en hún er að verða meira og meira heimilislegri :D.
Við Moli fórum svo út í steikjandi hitann eftir hádegi í 30 mín labb og svo út í sólbað í 30 mín. En núna erum við komin inn og er ég að undirbúa mig að fara að horfa á einn Top Gear þátt en ég er alveg sokkin inn í þá þætti aftur enda búin að horfa ansi mikið á þá stráka síðastliðnar tvær vikur. Davíð kemur svo heim í kringum 6-6:30 og er ég búin að ná að plata hann að gera með mér smá Kickboxing leikfimi :D. En hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.

Bílinn var troðin frá toppi til táar eins og sjá má. Narta er þarna fyrir aftan mig en hún er flut til N.Y og er því á sínu þriðja fylki en ég tel það vera nokkuð gott fyrir að vera ekki nema hvað rétt rúmlega eins árs ;D.

Moli var þarna innanum allt draslið með alveg fáránlega gott pláss en þarna snýr hann bara rassinum í okkur ;9

Við keyftum bensín einusinni á leiðinni og svona var ástandið :S. við erum að tala um 6 bílaraðir og við erum þarna ekki aftastibíllinn. En það er gaman að segja frá því fyrir þá sem ekki vita að þá er það bannað með lögum að dæla sjálfur á bílinn sinn í New Jersey (þar sem við erum þarna) eitthvað sem er erfitt að venjast aftur eftir margra ára sjálfsafgreiðslu ;D

Við alveg að komast heim og Davíð með borgina í bakgrunn

Kellingins stóð sig vel eins og alltaf en hún er þarna með Manhattan í bakgrunn ;D

Ég sendi bara knúsa

Fjóla of Moli sinn

Sunday, July 18, 2010

Við erum lent...

...í íbúð nr 2 eftir 6 klukkutíma keyrslu :S. Allt drasl er komið inn og er búið að ganga frá einhverju af því en ég fæ þann heiður að gera restina á morgun YESSS ;S.
Narta kom með okkur í þetta skiptið þannig að hún er flut í sitt þriðja fylki á sinni stuttu æfi en hún er loksins búin að ná að slappa af greyjið eftir erfiða og stressandi ferð. Moli fékk aðeins að hitta vofana í hundagerðinu áðan tvo Fax hunda og ein Golden þannig að hann liggur núna sofandi sáttur við hliðina á mér. Davíð er að tala við Benjamín á skyp og ætli ég fari ekki að byrja ða búa til kvöldmatinn þar sem Kongurinn er að drepast úr hungri.

Kveðja Fjóla og co

Saturday, July 17, 2010

Davíð er kominn :D

Davíð kom í gær og var það að ná í hann bara alveg þó nokkuð mikil lífsreinsla fyrir okkur Mola. Ferðin til D.C gekk vel en þegar við vorum komin og biðum fyrir utan gerðist tvent sem ég hef aldrei lent í áður.

1. Ég sá alveg heilan haug af Rottum sem voru bara að dúlla sér í grasinu og hoppa og skoppa í leik rétt fyrir framan Union Stadion en ég hef ALDREI séð rottur svona in real live ;D.
2. Þegar við sátum í bílnum bara barkeruð fyrir aftan aðra konu (og by the way ekki beitt í rassinum á henni eða neitt svoleiðis) þá allt í einu bregður mér við það að hún bara í gúdí fíling BAKKAR Á MIG!!!!!! Sem betur fer sást ekkert á mínum bíl og hennar þannig að það þurfti ekkert að standa í neinu tryggingaveseni en samt alveg tíbíst þegar ég er í 100% rétti þá græði ég ekkert ;D ekki það að ég hefði grætt neitt þetta hefði verið svo ódýrt og sjálfsábyrgðin okkar er $500.

En í dag erum við búin að vera upptekin. Við fórum í Costco og versluðum helling fyrir okkur og fyrir pabba og mömmu en meðal þess var baked snakk í litlum pokum, þurkað mangó ummm... og svo það sem er mesta snildin þá keyftum við svona platta til að hafa tölvuna mína á þegar ég sit í sófanum eða eitthvað en það sem meira er þar sem tölvan mín hitnar alveg rosalega mikið þá er þessi platti með tveim viftum í til að hjálpa til við að kæla hana :D algjör SNILD.
Við létum líka prennta út 750+ myndir þar sem það var tilboð aðeins 9 sent myndin sem þýðir að við fengum allar myndirnar á $72 ca :D algjör SNILD líka :D. En þegar heim var komið ákváðum við að baka bollur og brownies svona í tilefni dagsins og svo skelltum við okkur út í sólbað í tvo tíma ca :D.
En núna erum við nánast búin að fylla bílinn af dóti fyrir ferðina til N.Y. á morgun en planið er að leggja afstað í kringum hádegið.
En nóg með það bið Guð að vera með ykkur og knúsar héðan :D.

Kv Fjóla og co

Thursday, July 15, 2010

Davíð kemur á morgun :D

Ég hef verið löt í dag :S. Ég er ekki búin að taka til eins og ég hefði þurft að gera en ég hef enþá tíma Davíð kemur ekki fyrr en seint á morgun ;9. Annars er ég búin að fara út með Moslan minn en það var 33°C þegar við fórum út þannig að við fórum ekki skógarhringin eins og við höfum gert núna alla þessa viku heldur kíktum við bara á skólalóðina sem er hérna hjá okkur og lét hann hlaupa þar í 30 mín ;D. Ég notaði svo tækifærið meðan hann var að kvílasig eftir gönguna fór ég í sólbað sem var alveg æðislegt og ætla ég að gera það aftur á morgun ;D.
Núna er ég að klára að fara yfir allar myndirnar okkar en ég er að finna myndir fyrir verðandi skrappbækur vegna þess að um helgina ætlum við að fra í Costco og prenta út helling þar sem myndin kostar bara 9 cent en það ódýrasta sem ég hef fengið hingaðtil er 15 cent í Wal Mart þannig að þetta er mjög gott fyrir mig :D.
Í kvöld fer ég svo í leikfimi Zumba en ég er alveg að fíla þennan tíma í tætlur mjög skemmtileg hreyfing :D. Davíð er bara buzzy buzzy í vinnunni en það er gott meðan hann er ein en honum eða réttara sagt okkur var boðið í mat til Önnu frænku minnar sem býr í N.Y og er hann að fara fyrir okkar hönd í kvöld :D.
En ég hef fátt meira fyrir ykkur í dag.

Knúsar ;D

Wednesday, July 14, 2010

Rólegur dagur

Ég gerði ekki neitt að viti s.s pökkunarlega séð, í dag. Við Moli fórum út að labba í morgun eins og venjan er orðin hjá okkur. Ég kíkti svo í Bloom og keyfti Mountain Dew 6 kassa þannig að við ættum að eiga eitthvað í einhvern tíma ;9. Dollar Tree varð þess aðnjótandi að fá mig í heimsókn of ég verslaði þar fyrir nokkra dollara af dóti sem gott er að eiga.
Ég kíkti svo eftir hádegi út í laug og slappaði af með Önnu í Grænuhlíð og sólbaðaði mig :D. Ég er svo búin að skipuleggja gróflega hvernig planið er þegar pabbi, mamma, Hlynur og Dísa koma til okkar í heimsókn og er ég alveg hrillilega spennt að fá þau en það sem meira er að við Moli fáum smá Flórída frí með þeim í lok ágúst þar sem við þurfum að keyra Fabio Mola þangað. Núna er ég bara að bíða eftir því að fara í Zumba leikfimi en hann byrjar kl 6 pm.
Svanhvít frænka hafði samband við mig gegnum Facebook en hún er að huksa um að kíkja í heimsókn um miðjan september og er ég mjög spennt að heyra meira af því. Marisa og Jón eru líka að huksa um að kíkja í lok október yfir langa helgi en það er ekkert ákveðið þar þannig að ég bíð bara spennt :D.

Annars segi ég bara knús

Fjóla og Moli

Tuesday, July 13, 2010

Dagurinn í dag

Ég vaknaði í morgun rétt fyrir 8 og fór út með Mola minn hring um hálf 9. Ég náði svo að afreka að pakka í þrjár töskur fötum sem eiga að fara til N.Y ásamt dúnsængunum okkar, einhverjum sængurfötum og herðartrjám. Ég kláraði svo skrapp bók eða um 6 bls þannig að ég er búin að skrappa út febrúar 2010 og er búin að finna til myndir til prentunar út júní. Ég náði líka að setja í tvær vélar og þurkara þannig að ég hef alveg náði einhverju í gegn í dag.
Íslenskuhittingurinn var svo í kvöld og var alveg æðislegt að fara og hitta gengið aftur (mínus Veronika ;S).
En núna erum við Moli að spá í að koma okkur í hátinn eða allaveganana í afslappelsi. Ég sendi bara kveðjur og knúsar.

Fjóla og Moli

Sunday, July 11, 2010

Davíð farin til N.Y

Þá erum við Moli orðin ein aftur og Davíð farinn til N.Y að vinna. við erum tiltörulega ný komin heim eftir að haf askutlað honum í rútuna.
Ég ætla að reyn að halda mér eins uppteknri og ég get en það ætti vonandi ekki að vera of erfitt þar sem það er nóg að gera hérna heima bæði skemmtilegt og leiðinleg ;D. Ég er búin að vera léleg að fara í leikfimi þar sem ég fór ekki í neina meðan ég var í N.Y. þannig að ég ætla að reyna ða standa mig í þeim geiranum núna þegar ég er komin hingað ;D.
Annars ver-ur kvöldið bara frekar rólegt en ég ætla samt að gera eitthvað að viti veit bara ekki hvað, ég er byrjuð að skipuleggja mig og er að skrifa to do list þannig að vonandi gengur þetta vel.
Fabio Moli fer svo sína seinustu ferð til N.Y. á sunnudaginn næsta en eftir það fer hann til Flórída og verður í pössun þar í 5 mánuði þar sem við höfum nákvæmlega ekkert við hann að gera í N.Y og þar sem við tímum ekki að selja hann þar sem við fengjum nánast ekkert fyrir hann en hann er okkur meira virði en það.
En ég hef ekkert meira ða segja en þetta.

Knúsar Fjóla og Moli

Friday, July 09, 2010

Föstudagur

Í dag er föstudagur sem þýðir að þegar Davíð kemur heim úr vinnunni þá fljótlega eftir það keirum við til Virginiu. Við munum vera þar saman yfir helgina en svo fer Davíð aftur til baka á sunnudeginum vonandi seinipartinn svo við náum að vera sem mest saman.
Ég er strax farin að kíða því að vera ein í tæplega viku en planið er að Davíð komi aftur á föstudeginum 16. og þá förum við síðustuferðina á Fabio Mola til N.Y en í lok þessa mánaðar er planið að ég keyri með Mola til Flóró með Fabio og skilji hann eftir þar meðan við búum í N.Y. því það er ómögulegt að vera með hann hér.
Ég er s.s að fara að pakka niður og taka til dót til að flytja hingað í lok næstu viku þannig að við eigum þá bara eftir að flytja restina af dótinu okkar, s.s öll húsgögn og annað smáræði, í geymslu.
En ég held ég skelli mér út í smá sólbað til að fá smá tilbreytingu og ég ætla að taka hann Cesar Millan með... já og auðvita Mola líka ;D.

Knúsar Fjóla og Moli

Thursday, July 08, 2010

Myndir frá gærdeginum

Í gær fór ég til N.Y alein með neðanjarðarlestini, gegjað stolt, að hitta Davíð eftir vinnu. Við ákváðum að fara út að borða saman svona einu sinni og enduðum á Mexicóskum stað rétt hjá vinnunni hans. Maturinn var alveg hrillilga góður en ég fék mér fisk taco og Davíð fékk sér lamba barbacoa sem er bara mauk soðið lambakjöt með fult af kriddi og jammíness en það var alveg hrillilega gott :D.
En ég tók nokkrar myndir og hér eru þær.

útsýnið frá skrifstofunni hans Davíðs

hérna líka en það er gaman að sjá alla bílana

Þetta er svo útsýnið úr fundarherberginu

Davíð
komin á matsölustaðinn ummm svo gott
Davíð tók líka mynd af mér en hann var greinilega ekki að huksa um að taka nógu góða mynd því helmingurinn af hausnum ámér var kliftur af ;S.

Knúsar Fjóla

Wednesday, July 07, 2010

Davíð og Drottningin :D

Í gær kom Elísabet Englands drottning til N.Y en það er bara í 3 eða 4 sinn sem hún kemur til Bandaríkjanna :D. Hún talaði hjá UN þar sem Davíð er að vinna en hún var að tala þar í annað sinn en hún talaði þar síðast fyrir 53 árum þannig að þetta var sannarlega sögulegur viðburður ;D. Davíð minn situr vuið gang eins og þið kanski sjáið á myndinni (hann er s.s í rauða hringnium) en Drottningin gekk niður þennan gang og framhjá davíð þannig að Davíð hefði getað snert hana :D allt mjög spennandi.
Ef þið kíkið á þennan link http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/07/07/englandsdrottning_hvetur_til_heimsfridar/ en þarna er myndband frá því þegar hún er að labba inn í salinn og ef þið skoðið vel sec 11-12 og horfið hægramegi á skjáinn ættuð þið að sjá Davíð minn, þið getið svo séð rétt í hnakkan á hinum þegar hún labbar framhjá s.s eini rauðhausinn ;9 (nú kom sér vel að vera rauðhærður).
En úr einu í annað, við höfum verið að velta fyrir okkur hvort ég eigi ekki að byrja í dýraatferlis náminu mínu svona meðan við erum hér í N.Y svo ég hafi eitthvað að gera. Planið er að taka bara einn áfanga og sjá hvort okkur lítist ekki bara vel á þennan skóla og sjá hvernig þetta gengur en ég er sein að læra og sein að lesa þannig að ég held að það sé gott að byrja rólega og svo þegar Davíð er komin með vinnu þá get ég farið hraðar í þetta. Ég er samt stressuð og veit ekki alveg hvort ég sé tilbúin þannig að það má biðja fyrir því að ég fái aftur brennandi áhugan og kjarkinn og kraftinn sem ég hafði þegar ég ætlaði að byrja fyrir að verða 2 árum síðan.
Í dag ætla ég að hætta mér ein í neðanjarðarlestina og hitta Davíð eftir vinnu en við ætlum að fá okkur eitthvað að borða saman og kanski skoða okkur eitthvað um :D.
Hitinn hérna er búinn að vera rosalegur og Moli hefur ekki mikinn áhuga á að kíkja út að labba samt dró ég hann með mér í gær út í grænmetismarkaðs búð sem er allt í allt svona klukkutíma ferðalag en hann var orðin vel heitur eftir það.
Annars sendi ég bara knúsa

Fjóla og co

Monday, July 05, 2010

Rólegur frí dagur

Hér er alveg hrillilega mikill hiti en við hættum okkur út í dag um kl 11 og entumst ekki lengi :S. Planið var að labba í garð sem er hérna einhverstaðar hjá okkur en við fundum hann ekki eins og er enda var allt of heitt til að fara í hann þanig að Moli fékk bar asmá labbitúr í staðin fyrir það. Við skiluðum svo Mola heim og röltum út í búð því okkur vantaði þvottaefni og annað smáræði. Annars höfum við bara hangið heima í dag og spjallað við fjölskylduna á skyp pabba, mömmu, tengdó og afa og ömmu í Brúnastekk :D.
Við prófuðum að setja í vél hérna í fyrsta sinn og erum við að bíða eftir að setja í þurkaran. Við ákváðum að baka cupcakes þar sem við erum gjörsamlega háð þeim núna ;D, en þær eru að kólna áður en við setjum kremið á. Í kvöld erum við búin að kaupa miða á Eclipse þannig að við ætlum á hana í kvöld þar sem ég var búin að heyra að þetta sé sú besta hingað til þótt ég sé nú ekki alveg tilbúin að kaupa það strax þar sem þær eru nú hálf slappar þessar myndir :S.
En annars hefur dagurinn verið rið rólegur og bara þagilegur en á morgun fer svo Davíð aftur í vinnuna og ég ætla að reyna að taka til og þrífa smá og finna mér eitthvað að gera annað.

Knúsar héðan Fjóla og co

Sunday, July 04, 2010

4. júlí Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna

Við skelltum okkur í dag í Central park í dag í tilefni dagsins og tókum nokkrar myndir :D

Við Moli að bíða eftir lestinni :D

Komin í garðinn en það var alveg hrillilga gott veður 95°F en það er að nálgast 40°C ;S

Ég og Moli sinn

Moli fílaði sig að skoða fólkið og hina hundana :D

Davíð minn sæti ;D

Ég reyndi að nota sólina eins mikið og ég gat áður en ég bráðnaði alveg ;D

við hjónin í sólbaði ;D

og svo varð húfan að fara yfir andlitið ;D

Við keyftum okkur cupcakes úr bakaríinu okkar en þær eru svo góðar

ummm...

og svo að TROÐA þeim í andlitið á sér ;D

ég líka ;9

Moli í skuggabaði ;9

Borgin í fjarska

Fult af fólki í garðinum í dag það vantaði ekki


Þetta er svo Jekyll and Hyde matsölustaðurinn sem ég ætla að taka pabba, mömmu, Dísu og Hlyns á spennó ;D

á leiðinni heim keftum við okkur Smoothie umm...

þetta er stoppið rétt hjá Central park sem við tökum heim ;D

Knúsar og njótið ;D