Saturday, January 30, 2010

Snjór snjór og en meiri snjór :S

Það er aldeilis að Virginia ætlar að taka vel á móti Berglindi og Jón Ó já eða þannig. Það hefur ekki stoppað að snjóa í allan dag og á ekki að stoppa fyrr en að miðnætti en þá er það líka búið :S.
Davíð minn fór snemma í morgun til D.C og er búin að vera þar í allan dag. Núna er hann að keyra á beljuni til Boltemor að ná í þau og það gengur svona upp og niður enda held ég að það sé ekki hækt að finna lélegri bíl í snjó en Fabíó :S.
Við Moli fórum í göngu og löbbuðum út í búð þannig að við erum búin að fá ágætis hreyfingu. Ég ætla að gera matinn til fyrir kvöldið og bið að allt gangi vel hjá þeim og það væri vel þegið ef þið hefðuð þau í huga líka.
Ég er bara að hafa svo miklar áhyggjur af því að komast ekkert í einhverja daga því það væri ekki gott hvorki fyrir skólan hans Davíðs né fyrir Berglindi og Jón en sem beturfer þá átti dagurinn á moegun að vera bara rólegur og kósý, við erum búin að fá tvo dvd diska frá netflix og getum panntað pízzu í versta falli :D.
En ég ætla að skella mér í að undirbúa matinn og fara í bað.

Ég vel snjóuð

Ég og Moli vel snjóuð ;D


Moli að hrista af sér snjóinn

Sæti kall

horfa svo fallega á mömmu sína

svo hitti hann þennan Yorka og þeir léku sér smá :D

svo var eitthvað rosalega spennandi þarna ;9

Knúsar og endilega huksið til Davíðs

Nei þvílíkur horbjóður...

... sem þessi leikur var :S. Ég segi það sem ég hef sagt svo oft að þegar við lendum í smá bobba þá er eins og leikplanið sé að klúðra bara nógu ógeðslega mikið... eins og það eigi eitthvað eftir að hjálpa til að vinna.
En nóg um það sem betur fer koma Jón og Berglind í kvöld svona til að hressa mig við eftir þennan rosalega, hræðilega, viðbjóðslega leik.
Hér er allt að verða hvítt en það er verið að tala um 3''-5'' af snjó hér í Woodbridge. Það er náttúrulega alveg tíbíst að það þurfti að gerast daginn sem Davíð þarf að ná í þaug á völlinn en sem betur fer þá á ekki að snjóa neitt meir alla vikuna held ég.
Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að fara út og labba með Mola til að losna við pirring og ná kanski að smella af nokkrum myndum.
En ég er farin...

Friday, January 29, 2010

Pictures speak louder then words...

... Moli að lúlla









Þau koma á moegun :D

Í dag er föstudagur sem þýðir að á morgun er laugardagur sem þýðir ísland-Frakkland sem þýðir Berglind og Jón Ómar :D. AAAAAAHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
í dag erum við að leggja loka hönd á það sem þarf að gera og erum við núna að fra út með bílinn í olíuskipti og alþrif :D. Við þurfum svo að versla smá fyrir kvöldmatinn á morgun en ég ætla eins og ég held ég hafi sagt ykkur að búa til Sonny´s mat handa þeim :D ummmmmm. í kvöld fer ég svo að hitta Jónu og Veroniku sem er bara gaman :D.
En ég þarf að henda mér í sturtu til að ligta ekki eins og úldið svín ;D en þið fáið nokkrar af Nötu minni en hún er flutt in til okkar á meðan Berglind og JónÓ verða hjá okkur og fékk hún að vera í vasanum mínum meðan við Moli fórum út ða pissa í morgun en hún var ekkert allt of hrifin af kuldanum :S bbuurrrrrrr.

Narta að skoða klósett vaskinn

Hvað vilt þú mér???

Gjúkí borg ;D

Thursday, January 28, 2010

Nokkrar af Mola og Nörtu ;D

Ég er búin að vera rosalega dugleg að taka til og þrífa og gera allt fínt áður en litlu hjónin koma í heimsókn :D. Ég þreif líka búrið hennar Nörtu minnar í dag og leifði henni aðeins að leika sér með okkur Mola meðan ég lagði dótið hennar í bleiti.
Hér koma myndirnar

Hún fékk að skoða bókahilluna og fanst Mola það ekki lítið spennó að fá að fylgjast með henni ;D

Gjúgjú ;D

Svo var líka rosalega kósý að fá bara að bora sig í vasan á peysunni mini

Hún tók víst með sér korn í nesti bara svona ef hún skildi vera lengi í burtu ;D

Moli: Halló Narta, hvað ertu að gera?
Narta: Lúlla ekki trufla mig


En kæru Íslendingar til hamingju með strákana okkar þetta var erfiður, taugatregtur en alveg rosalega spennandi leikur í dag og við höfðum yfirhönduna :D

Knúsar Fjóla, Moli og Narta

2 dagar :D :D :D :D :D

Stolið af cuteoverload.com ;D

Berglind og JónÓ leggja afstað til Boston í dag :D. Þau ætla að vera þar tvær nætur og koma svo seinnipart laugardagsins til okkar :D. Ég er búin að fara yfir dagskrána okkar þegar þau koma og er svo spennt að fá þau og að við getum fengið að njóta þess að eiga góðan tíma saman.
Annars er alltaf jafn mikið að gera hjá honum Davíð mínum eins og alltaf og er hann duglegasti maður í öllum heimi. Ég er annars að fara á morgun og hitta Veroniku og Jónu til að tala saman um hvernig hækt er að vekja áhuga hjá krökkunum þeirra á að læra íslensku.
Annars erum við Davíð búin að ákveða að bjóða sjálfum okkur á Þorrablótið hjá íslendinga félaginu þótt það kosti soldið mikið :S. Það verða bara svo margir sem við þekkjum þar og margir sem við viljum kynnast nánar og þetta er náttúrulega eins íslenskulegt og hækt er þegar maður býr í Bandaríkjunum :D. Ég var einmitt að hjálpa veroniku í gær að tala við nýjan kokk sem er tilbúin að koma frá Íslandi og elda fyrir okkur þar sem fyrsti kokkurinn beilaði á þau :S.
Svo fer að koma að Super Bowl og þá förum við til Möggu og Orlando og hlökkum við mikið til þess :D.

En það var ekkert fleyra nema bara knúsar á ykkur og Guð veri með ykkur

Fjóla og co

Wednesday, January 27, 2010

3 dagar :D

VÁ elsku Dúllurnar eru að koma og ég er svoooooo spennt :D. Pabbi og mamma fara til þeirra í kvöld eða seinni partinn í dag með eina bók og osta og eitthvað gott handa okkur ummm ;D.
Annars er ég að fara til Veroniku í dag að hjálpa henni að læra íslensku heitinn yfir allt í húsinu hennar og svo ætlum við að reyna við að spjalla saman og spila íslensk borð spil :D.
Annars var íslensku hittingur í gær og þar sem við hittumst alltaf í Whole Foods, uppáhalds búðinni hans tengdapabba, þá keyftum við okkur skyr.is nokkrar dollur og svona pítu snakk með parmasean, garlic, herb bragði og líka með kanilsykri ummm.
En það er ekki neitt meira að frétta svosem allavegana ekki neitt nýtt. Ég þarf að skella mér í að taka til hérna heima og þrífa svo að húsið sé boðlegt þegar litlu hjónin koma í heimsókn ;D en við erum búin að ákveða að það sé líklega best að leifa þeim bara að vera inni í svefnherbergi tvö á vindsænginni (tengdapabbi sagði að hún væri góð).
En nóg um það ég sendi bara kærleikskveðjur (eins og Nói Blómsterberg segir alltaf) á ykkur og Guð veri með ykkur

Fjóla og co

Tuesday, January 26, 2010

Ísland - Rússland...

... alla leið til USA ;D

4 dagar :D

Nú fer aldeilis að styttast í þetta :D. Berglind ef þú ert að lesa þá eru pabbi og mamma að klára að hafa til það sem þau myndu vilja senda með ykkur en það er ekkert rosalga pláss frekt sem betur fer ;D. Ég þyrfti kanski að fá nýja heimilisfangið ykkar svo pabbi gæti komið við hjá ykkur og á hvaða tíma er best að koma :D.
En nóg með skilaboðasendingar ;D, það er alveg að fara að koma að þessu, Berglind og JónÓ eru að koma :D. Ég fékk skemmtileg skilaboð í gær frá Elísabetu vinkonu en hún og Kallý eru að spá í að koma í byrjun júní og hitta okkur :D. Ég er að vona að það stangist ekki á við Pabba, mömmu, Hlyn og Dísu en þær eru bara að spá í að vera í 2-4 daga og verða farnar fyrir 13. júní til Flórída því þá á Elísabet afmæli. Þannig að Pabbi og mamma ef þið gætuð haft þetta í huga og látið mig vita hvernig þetta yfði hjá ykkur og hvort þetta myndi ekki akkúrat sleppa :D. En annars var ég að skoða flug til Flóró í maí og erþ að á ágætisverði með allegiance þannig að strax og þið panntið látið mig vita svo þetta fari ekki hækkandi ;D.
En annars gengur allt sinn vangang hér Moli er yndislegur og Davíð er upptekinn ;D. En það er gaman að segja frá því að Davíð er loksins kominn með síðustu einkunina, 10 DÖGUM OF SEINT, en hann fékk H fyrir Honers en þetta var pass/fail class og er hann því betri en pass ;D.
En nóg um það, það er íslensku hittingur í dag og er stefnan að sjáæfsögðu að fara.
En éghef ekkert meira merkilegt að segja ykkur nema jú við töluðum við Riss og Jón um daginn í rúmlega klukkutíma og var það bara rosalega gaman enda langt síðan síðast, thanks you guys ;D.
En Davíð og ég náðum nokkrum flottum myndum af fuglunum okkar og dádýrunum sem eru stundum fyrir aftan hús, gjöriði svo vel.

Litlir og feitir

sitja í tréinu sem er hérna beint fyrir utan svalirnar okkar

Eitt af þrem dádýrum sem Davíð sá þegar hann tók þessar myndir

náði að lauma mynd inn á milli trjánna

Guð veri með ykkur
Fjóla og co

Monday, January 25, 2010

Búin með vona og útilegu skrapp bókina mína :D

Ég byrjaði snemma í morgun eða eftir að ég skutlaði Davíð í slöggið í morgun og er búinnúna með mína 5 skrapp bók :D. Núna þarf ég bra að finna aftur myndirnar sem ég var búin að setja í möppu og undirbúa fyrir næstu skrappbækur og prennta þær út.
Annars ætla ég að hendast fljótlega út með ljósgeyslan í labbitúr en hann er svo rólegur og góður að ég ætla að bíða og leifa honum að lúlla smá lengur ;D.
Annars náði ég með herkjum að horfa á leikinn í gegnum netið en útsendingin var ekki skemmtileg en það tókst. Ég get ekki beðið að sjá leikin á moegun og hinn.
En nóg með það hér koma síðustu blaðsíðurnar í bókinni minni

marisa og Jón rússlur, en þetta eru myndir frá Thanksgiving matnum sem amma hennar Marisu bjót til og 17. júní myndir

Marisa, Jón, Ég, Davíð og Moli að fíflast í snjónum og svo nokkrar vel valdar

Brúðkaup Marisu og Jóns í Grafarvogskirkju sumarið 2006 og svo afmælisveisla Tinnu Rósar :D

Berglind frænku krúttí pútt og Jón Ómar ásamt Báru og Ásgeiri :D. yndislegt fólk sem við erum svo þakklát fyrir að eiga að :D

MH-gengið samt ekki allir því miður og ógleymanleg sumarbústaðaferð rétt fyrir jólinn 2008 með Kristínu og Hlegu minni

Bestustu vinkonu í geymi sem eru alltaf tilbúnar í labbitúr með voffunum okkar :D Þið eruð æði

pg lögfræði gengið krúttu pútt sem eru Way to smart for there on good, like Davíð ;D

Knúsar

6 dagar

Þá er helgin búin og ekki náðum við að gera mikið að viti... jú nema kanski Davíð hann fór í próf á laugardaginn ;D. En við náðum ekki að fara í göngu á laugardaginn þannig að planið er að reyna að fara á föstudaginn snemma og svo aftur æa sundugeninum með Berglindi og Jón Ómar því þá eru þau komin AAAAHHHH :D!!!!!!!!!!!!!!!
En ég er að skrappbókast eins og þið vitið alveg á fullu þessa dagana. Er alveg að klára vina skrappbókina á bara 4 plöst eftir eða 7 blaðsíður held ég :D. Ég verð samt enganvegin búin þá því ég er með tilbúnar myndir fyrir allavegana tvær ef ekki þrjár bækur í viðbót. Annars er ég farin að hlakka til að byrja á Vigigiu skrapp bókunum mínum því ég er með svo rosaleg mikið af flottum myndum af dvöl okkar hér :D.
En annars er bara skóladagur hjá Davíð á morgun og ég skutla honum í slöggið í fyrramálið. Við Moli förum svo bara í gönguna okkar og ég þarf að fara í langa og góða leikfimi því ég er ekki búin að vera nógu dugleg þedssa vikuna :S. En það er enþá tími til að laga það og nú er bara hollusta framundan ekkert bull ;D.
Annars fórum við á Red Lobster í gær og varþ að bara rosalega fínt er bara sátt við þann stað. Við reyndar splæstum ekki á humar í þetta skiptið en kanski næst ;D.
En ég er búin að vera að skoða cuteoverload.com og fann þessa mynd og fanst hún svo rosaleg að ég var að leifa ykkur að njóta hennar með mér.

Annars sendi ég bara knúsa héðan

Fjóla og co

Saturday, January 23, 2010

7 dagar :D

Jæja þá er bara vika í að þau koma :D það hljómar strax betur en 8 dagar ;9.
Ég hef verið að skrappa í dag og í gær en ég er byrjuð á minni 5 skrapp bók :D. Þessi skrappbók hefur yfirskriftina vinir og útilegur samt aðalega vinir. Ég er búin með fyrstu átta blaðsíðurnar en það er fyrsta útilegan okkar Davíðs og svo útilegur, sumarbúsaðaferðir og annað með Marisu og Jóni. Ég er með heilan búnnka í viðbót af myndum sem ég á eftir að gera sem kemur seina :D en það tekur bara smá tíma ;D en ég er með svo mikið af myndum af góðum mynningum með frábærum vinum sem við söknum mikið frá Íslandi :(.
En Davíð er í prófi í dag og fer hann að vera búinn og kemur þá heim. Annars er veðrið í dag fallegt þannig að spurningin er hvort maður reini ekki að nota hann í eitthvað gáfulegt eins og að fara út með Molan okkar í labbitúr :D hann þá það svo skilið litla dúllan ;D.
En nóg um það hér koma myndir af nýjustu skrappbókinni

Þetta er fyrsta útilegan okkar Davíðs en það tók sinn tíma að setja tjaldið okkar upp í fyrsta sinn og bara smá pirringur í gangi ;D. Það eru reyndar líka myndir frá annari útilegu en það skiptir ekki öllu ;D

Við fórum ósjaldan í útilegu með Marisu og Jóni og eru þær mynningar mér mjög hjartnæmar enda áttum við alveg frábæran tíma með þeim. Þarna erum við á Þingvöllum

Þetta eru myndir frá útilegu sem við fórum með þeim í og tjölduðum hjá Skógarfossi gegjað gaman :D

Sumarbústaðar ferðir okkar eru ógleymanlegar

Nokkrar frá því að Johny Wilson var hérna ;D

Knúsar á ykkur og ég set inn meira þegar ég er búin með meira ;D

Friday, January 22, 2010

8 dagar

Vöknuð en ekki almennilega komin á ról. Það er blautt úti og ekki mjög skemmtilegt veður til að fara út að labba í. Moli þarf samt að fá að hleypa út orku en hann var í miklu stuði í gær kvöldi (enda fékk hann ekki göngu í gær).
Davíð verður að læra í allan dag þannig að ekki geri ég mikið með honum. Spurningin er hvort ég fari í smá búðarrölt svona einu sinni hef ekki farið í búðir í mjööööög langan tíma. Mig drep langar að fara og kaupa skrapp dót en ég held ég haldi aftur af mér þangað til Berglind kemur :D. En það er samt góð hugmynd að halda áfram að skrappa en ég er með fult af út prenntuðum myndum og bækur og blöð til að skrappa með þannig að ég get byrjað :D.
En vá 8 dagar... það er samt svo langt, líður ekki nógu hratt fyrir mig en svo koma þaug og það flýgur tíminn í burtu nánast án þess að lenda :(. Ég talaði við berglindi á facebook spjallinu í gær en hún er að gera það sem er mjög sniðugt finna myndir til að prennta út hér fyrir skrapp bækur :D.
Annars hef ég verið að gæla við þá hugmtnd að upgraida bílinn okkar en Davíð er ekki alveg viss um að það sé sniðugt þar sem við erum hvorug að vinna en ég er samt að skoða bara ef maður finnu eitthvað mjög sniðugt ;D.
Jæja ég hef ekki meira fyrir ykkur að sinni en bið Guð að passa upp á ykkur :D

Knúsar Fjóla og co :D

Thursday, January 21, 2010

9 dagar

Það styttist og styttist í að Berglind og Jón Ómar koma :D.
Ég var að koma heim frá Veroniku en hún bað mig um hjálp við að búa til merkispjöld með íslenskri þýðingu á öllu sem er heima hjá henni þannig að þetta tekur smá tíma en við fórum í gegnum stofuna og eldhúsið í dag ;D.
Annars erum við svona að ná að snerta jörðina eftir gleði fréttirnar í gær s.s einkunina hans Davíðs :D. Við þökkum öllum kærlega fyrir hamingju óskirnar :D.
Annars var ég að leggja loka höndina á fyrstu skrapp bókina hans Mola með myndum frá því hann var bara pínu peð og þar til við fluttum hingað út. Þetta eru að sjálfsögðu bara vel valdar myndir því ég veit ekki hveru mörg þúsund myndir ég á af þessum hundi ;D.
En ég hef fátt annað að segja bið bara að heilsa og njótið vel :D

Moli með bærðrum sínum þeim Leo og Ares þegar þeir bjuggu enþá hjá Kollu ræktanda :D. Moli var eini loðni hvolpurinn í gotinu en foreldrar hans eru bæði loðin og snögg s.s mamman er loðin og pabbinn er snöggur

Moli kominn heim í Brúnastekkinn en þetta eru myndir frá fyrstu vikunum okkar með hann :D

Moli að naga bein (vinstramegin) en maður þarf víst mikið á því að halda þegar maður er að fá fullorðinstennur ;D. Svo erum við með fleyri hvolpa myndir af honum hinumegin

Þegar Moli var lítill, og Davíð fór á klósettið, kom hann alltaf þangað inn og kom sér fyrir í buxunum hans en þetta gerði hann mjööög oft ;D. Svo er það náttúrulega hnetusmjörsdollan góða

Fallegar myndir af Mola í íslenskri náttúru, gerist ekki betra en það

Moli og fjaran (vinstramegin) og svo nokkrar góðar

Moli lúlludýr (hægramegin) svo nokkrar vel valdnar

Moli á ófáa vini heima á Íslandi eins og sjá má Þarna er hann með Aski, Jeltsín, Töru, Týru, Trítlu og Fróða bestastasta vini sínum en hann býr núna í Noregi

Þarna eru fleyri vinir úr tjúa göngu og svo auðvita Meeko (kattarvinur hans), Sól, Coco og Fannar Snær

Þá er það kærustupara myndir en Moli og Aris eru algjört par alveg yndisleg saman. og svo eru það vetrar myndirnar

Jóla vetrar myndir og svo nokkur Beauty shots ;D

Knúsar Fjóla og co