Við kveikjum einu kerti á
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lág
og Jesúbarnið er
Þá er liðinn fyrstu sunnudagur í aðventu. Jólin eru að nálgast hratt. Ég held ég reyni að taka upp á því sama og ég hef gert síðastliðin ár að blogga daglega í desember ef fólk hefur áhuga á því ;D.
Við Davíð áttum alveg frábæra þakkargjörðar helgi og náðum að koma helling í verk.
Davíð minn á bara þrjá daga eftir í skólanum mánudag, miðvikudag og föstudag held ég að það sé og svo er hann farin í upplestrar frí :D. Við erum búin að skipuleggja helling skemmtilegt sem við ætlum að gera fyrir jólin og má þar nefna kleinugerð (er nefnilega að fara að hitta fólkið sem hefur áhuga á að læra íslensku og við ætlum að horfa á Nonna og Manna og allir eiga að taka eitthvað íslenskt), laufabrauðsgerð (en við ætlum að búa til deigið, fletja út og steikja, sjáum hvernig það fer), smákökugerð, setja upp og skreyta piparkökuhús, setja upp jólaþorpið og skreyta jólatréið.
Ég er orðin mjög spennt fyrir jólunum en samt er þetta eitthvað svo skrítið og sorglegt að vera hér á allra ættingja og vina.
Í dag fer Davíð í skólann um 11 þannig að spá að reyna að ná að fara í leikfimi áður en hann fer og kaupa kanski jólakúlur í cosco en þar sem við erum komin með svo stórt jólatré þá vantar okkur skraut og mikið af því þannig að við ætlum að kaupa 80 kúlu pakka (plast kúlur reyndar) í cosco.
Annars ætla ég að spjalla við hana Helgu mína í dag er ekki búin að ná að tala við hana alla helgina þannig að það verður skyp hittingur seina í dag :D.
Annars segi ég bara knús á ykkur öll
Fjóla og co
p.s. Kristín ertu alveg hætt að blogga?
2 comments:
Nei nei ég er ekkert hætt... skal setja inn sem fyrst :)
Kristín
Gaman að fylgjast með ykkur :)
Knúsar
A7
Post a Comment