Tuesday, December 01, 2009

1. desember

Jæja þá byrjar árlega blogg hefðin mín. Í dag er fyrsti desember sem þýðir að það eru bara 23 dagar til jóla :D. Hér er allt búið að skreyta hátt og látt og erum við tilbúin að taka á móti jólunum opnum örmum :D. Við erum með Stjörnustráks dagatalið á tölvunni okkar og ætlum við að reyna að horfa alltaf á einn þátt fram að jólum, þannig að fyrsti þátturinn í dag :D.
Í gær þegar Davíð kom heim skreyttum við jólatréið okkar (sem ég verð alltaf ánægðari og ánægðari með) og var ég sjálf búin að gera ýmislegt annað sem þið fáið að sjá hér á eftir :D.
Í gærkvöldi var verið að sýna Shrek the halls og The Grinch s.s teiknimyndina og sýnist mér á öllu að abc ætli að halda áfram að sýna jólamyndir á mánudögum sem er alveg gegjað fyrir mig :D en ég á pottþétt eftir að fylgjast með því áfram haldandi.
Ég fer með Veroniku í kvöld að hitta hópinn sem er að læra íslensku þannig að það verður gaman. Annars er það ekkert meir eins og er en ég læt myndirnar tala fyrir rest.

Ég er s.s búin að setja upp jólaþorpið með tveimur húsum sem mamma gaf mér (reyndar gaf hún mér nánast allt á borðinu nema einhverja tvo hluti) en það kom bara vel út hjá mér

Hérna er kirkjan og nokrir kallar og bíllinn flotti, já og svo auðvita tréin :D

og hér er hitt húsið sem er svona gaffi hús eiginlega :D

Davíð fékk líka þessa frábæru hugmynd að skreyta útskotið okkar og var þetta útkoman :D

Ég vildi reyna að nota allavegana aðra seríuna sem pabbi og mamma gáfu okkur (þar sem við erum með jólatré sem er með seríu fyrir) og ég fann svona líka fín not fyrir hana :D

Hérna er svo fallega jólatréið okkar skreytt og gegjað en ég vek athyggli ykkar að jólatrés mottunni en hún er með ljósum endilega ítið á myndina en pabbi og mamma gáfu okkur hana hún er trubbluð :D

svona bara til að sýna hvernigf skrautið er en ég var búin að safna flottum gler kúlum en svo þegar við fengum okkur 7,5 feta jólatré þá sáum við að það dugði enganvegin það sem við áttum þannig að ég skellti mér í Cosco og keyfti pakka m eð 84 kúlum og snjókornum en það er plast en það lítur vel út svo það sleppur, en ég er annars rosalega snoppuð á jólaskraut ;9

Þessa kúlu keyfti ég í jólabúðinni í St. Petersburg rosalega falleg

Vitringa, Betlehemkúlurnar okkar

Jólatréið í allri sinni dýrð

Njótið gott fólk :D

7 comments:

Anonymous said...

Það er ekkert smá flott hjá ykkur, þið þurfið eiginlega að halda þessu svona fram á vor svo ég nái að sjá það með eigin augum :P
Hlökkum til að lesa bloggið þitt næstu daga :)
Knúsar
A7

Anonymous said...

Vááá Fjóla, þetta er alveg geggjað!
Það er bara pæling hvort maður skelli sér ekki út til ykkar eftir prófin þar sem það er orðið svona jólalegt hjá ykkur! Þarf bara aðeins að vinna í lottóinu fyrst :)
Knús!
Kv. Bára

Fjóla Dögg said...
This comment has been removed by the author.
Fjóla Dögg said...

Bára þú og Ásgeir eruð sko alltaf velkomin til okkar bara að skella sér :D. En ætlaðir þú ekki að senda mér einhvern póst Bára?

Já Linda ég væri alveg til í að hafa skrautið allt uppi fram að páksum en ég held það væri pússing it aðeins of ;D
Fjóla

Mamma og Pabbi! said...

Vá vá vá, frábært. Okkur hlakkar til að fá líka jóla-mynd af Mola á Blogg-toppinn! Það verður flott hjá ykkur að horfa á Bláma og allt..
Takk!
B21

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá æðislegt hjá ykkur :)
ég bloggaði í gær...

Kristín

Unknown said...

vá æðislega flott skreitt hjá ykkur! ég er að deyja mig langar svo að fara að skreita en við fengum íbúðina okkar afhenta 30 nóv svo við vorum bara að klára að mála hana um daginn og þá er það að flytja og svo að skreita og baka umm :)