Tíminn líður og það er kominn 11. desember og fyrsti jólasveinninn er á leið til byggða á morgun hann Stekkjastaur kallinn :D.
Við höfum fátt að segja frá í fréttum nema bara þetta sama, Davíð lærir og lærir fyrir próf og ég geri það sem mig langar ;D. Í gær kvöldi bjó ég til mjög góðan Jamie Oliver rétt og notaði nýju matvinsluvélina mína og virkar hún líka svona glimrandi vel ;D. Davíð (og ég) var alveg í skýjunum með réttinn og verður hann væntanlega eldaður aftur við tækifæri.
Annars er það nýjasta í fréttum að tengdapabbi gæti verið að koma til okkar í byrjun janúar en það er ekki ákveðið. Afi og amma eru komin heim til Íslands og vona ég að þau hafi það gott og séu fegin að vera komin heim.
Í dag er föstudagur sem er alltaf gaman en nú fer að koma að mjög uppteknu tímabyli hjá mér eins og þið vitið ;D.
Það er svo skrítið að vera hér og vita til þess að ég fæ ekki að hitta fjölskylduna mína og vini mína um jól og áramót. Ég á svooooo eftir að sakna þess. Það er líka soldið erfitt að eiga afmæli á þessum sama tíma vegna þess að þá hitti ég heldur engan á afmælinu mínu þannig að þetta er double bummer :S. En við erum samt svo þakklát því við höfum verið svo blessuð með mikið af heimsónum og símtölum að það er stundum eins og ekkert hafi breyst.
En nóg um það. Við elskum ykkur öll og biðjum Guð ávalt að vera ykkur nærri.
Ég tók þessa í dag en Moli var svo elskulegur að hjálpa pabba sínum við prófalestirinn
en hann fékk samt fljótt leið og lagði sig ;D
Eitt að lokum þá megið þið endilega kíkja á þessa klippu, þið hafið gaman af því ;D
1 comment:
Ég á eftir sakna þín alveg hrikalega um jólin, Fjóla mín. Það er á hreinu. En ég bið að Guð gefi ykkur alveg yndisleg jól þar sem þið eruð. Gaman að sjá vídjóið af Mola, bara dúlló :)
Hefurðu tækifæri til að spjalla eitthvað í dag?
Knúsar frá mér og Fróða
Post a Comment