Monday, December 21, 2009

21. desember

Gluggagægir

Tíundi var Gluggagægir
grálindur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann

Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftastnær seina,
í það reyndi að ná

.....................................................................................

The tenth was Window Peeper,
a weird little twit
who stepped up to the window,
and stole a peek through it

And whatever was insight
to which his eye was drown,
he most likely attempted
to take later on

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að hann er frelsarinn.

3 dagar til jóla :D. Við erum að vonast til að komast kanski eitthvað á bílnum í dag en seint í gær var gatan tekin í gegn og er hún núna vel sköfuð og fín en þá þurfum við bara að skafa af okkar bíl en við eigum enga sköfu eða neitt þannig að það er spurning hvort við skellum okkur fyrst út í búð og kaupum eitt stykki sköfu ;D.
Annars vantar okkur uppskriftina hjá þér Linda af Ris ala mande þannig að Davíð hefur líklega samband við þig í dag. Við erum annars nánast alveg 100% fyrir jólin en það vantar bara nokkur smáatriði uppá að allt sé tilbúið.
En við bíðum bara spennt eftir jólunum og biðjum góðan Guð að vera með ykkur og við söknum ykkar mikið.
En ég enda með nokkrum myndum.

Þetta gott fólk er bíllinn okkar ;D. Ég þurfti að kíkja nokkrum sinnum til að vera viss um að þetta væri hann ;D
Ekki lítið magn ;D

Varð að hafa smá negulnagla mandarínu fíling

Kveðja og knúsar Fjóla, Davíð, Moli og Narta

1 comment:

Anonymous said...

Ekkert mál ég skal reyna að hafa uppskriftina við hendina þegar þið hringið :) Alltaf jafn gaman að fylgjast með og sjá myndirnar þínar Fjóla :) :) :)
Knúsar
A7