Wednesday, December 16, 2009

17. desember

Askasleikir

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus-
Hann fram undan rúmunum,
rak sinn ljóta haus

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund

...........................................................................

Bowl licker, the sixth one
was shockingly ill bred
From underneath the bedsteads,
he stuck his ugly head

And when the bowls where left
to be licked by dog or cat,
he snatched them for him self
he was sure good at that

Davíð er kominn í Jólafrí :D. Ég er hæst ánægð og get ekki beiðið að taka á móti jólunum með honum og gera eitthvað skemmtilegt eins og að skreita piparkökuhúsið, gera laufabrauð og kíkja kanski til D.C og skoða jólastemmninguna þar með Mola :D. Við höfum verið að velta fyrir okkur að fara til N.Y. en ég er ekki viss um að við gerum það fyrir jól en hver veit, þið fáið allavegana að vita hvort við förum eða ekki :D.
Við Davíð og Moli fórum í fyrradag að skoða The Living Nativity en það er kirkja sem er hérna í nágreni við okkur sem er búin að setja upp Betlehem eiginlega. Það eru s.s búin að setja upp fjárhúsið og eru með fólk sem labbar um og syngur en það sem er mest merkilegt er að það eru lifandi dýr líka, við erum að tala um hænur, kindur, asna og úlfalda :D. Það var ekkert smá gaman að sjá þetta og fanst okkur öllum þetta mjög merkilegt.

Hér sjáið þið hvernig þetta var upp sett en það var búið að koma þessu fyrir á stórri grasflöt sem gerðið þetta enþá skemmtilegra

Ég og Moli

Þarna getið þið séð úlfaldana en þeir voru tveir og ég var alveg viss að þeir væru plat fyrst þangað til þeir hreifðu sig ;D

Rosalega flott

Þetta var alveg æðislegt

oh þetta var svo frábært :D

Knúsar Fjóla og co

p.s takk kærlega fyrir óvæntann jólapakka Ásta, Guðjón og Sunneva Kristín. Er ekki amazon frábært ;D

2 comments:

Anonymous said...

Alltaf jafn gaman að byrja daginn með blogginu þínu Fjóla :)
Knúsar á ykkur öll.
A7

Anonymous said...

vvveeeeiiijjj! WE GOT YOUR PACKAGE TODAY! It´s sitting comfortably underneath our tree. :)

-Rissy og Jónny