Wednesday, December 02, 2009

3. desember

Við Davíð erum að horfa á Stjörnustrák eða Bláma og Ísafold eins og ég kýs að kalla það. Þetta er án efa besta jóladagatal sem hefur verið búið til og ég á alltaf eftir að halda alvegrosalega mikið upp á það. Þetta dagatal er eftir Sigrúnu Eldjárn og það er gaman að segja frá því að þegar það var búið að sýna það fyrst s.s árið 1991 vildum við eignast það og það sem pabbi og mamma gerðu var að hringja í sjónvarpið og spurja hvort við gætum fengið upptökurnar lánaðar en þeir vildu ekki lána okkur þannig að pabbi hringdi í Sigrúnu Eldjárn sjálfa og var hún tilbúin að lána okkur sínar eigin upptökur... pæliði í því :D.
Christmas Carol sýningin í gær var alveg HIMNESK! Leikurinn var gegjaður, búningarnir æðislegir og jólastemmninginn í hámarki. Við vorum bæði alveg rosalega ánægð og hefðum helst viljað fara aftur :D. Í hléinu gátum við farið og skoðað safnið (því það er safn í leikhúsinu líka) og ég sýndi Davíð sktígvélið sem John W. Booth (maðurinn sem skaut Lincoln) var í, byssuna sem hann notaði, fötun sem Lincoln var í og fleyra.
Ég er búin að skrá mig og Moli í tvo Chihuahua meet up hópa einn í Arlington og einn í Washington D.C. Það verða hittingar 12 og 13. desember og ætla ég að fara með molann minn og hafa gaman og hitta fult af skemmtilegum tjúum :D.
Í dag ætla ég að reyna að gera eitthvað af viti veit ekki hvað en eitthvað ;D. Davíð minn er að læra og læra enda nálgast prófið hans hratt. Huksanlega fer ég út og versla í smá smáköklugerð þar sem er búin að plana að gera smákökur um helgina :D. Ég ætla kanski að kíkja í Whole Foods og kaupa íslenskt Nóa Siríus suðusúkkulaði til að baka úr hvað finnst ykkur um það ;D? Ég vil samt benda á það að við Davíð höfum ekki snert nammi en við leifum okkur stöku sinnum að fá okkur eitthvað sætt ;D. En hér eru nokkar myndir úr leikhúsinu

Sviðið áður en sýningin byrjaði

Já þessi sýnir líka efripartinn á sviðinu en sviðsmyndin var mjög skemmtilega notuð

Þarna er svo forsetastúkan þar sem Lincoln var skotinn

og Davíð með stúkunni en við sátum uppi í alveg gegjuðum sætum eins og sjá má

Knúsar á ykkur og Guð blessi ykkur öll.

Kveðja Fjóla og co

2 comments:

Anonymous said...

ég fór á þessa mynd í síðustu viku öruglega æði að sjá þetta í leikhúsi, mjög góður boðskapur :)

Knús Kristín og voffalingarnir

Mamma og Pabbi! said...

Flott hjá ykkur, gott að þið voruð ánægð með sýninguna.
B21