Wednesday, December 09, 2009

10. desember

Þá er kominn fimmtudagurinn 10. desember s.s tvær vikur í jólin :D. Það er ekki laust við að spennan sé farin að aukast enda mikið sem þarf að gera á næstu tvem þrem dögum :D. Okkur Mola er farið að hlakka mikið til að fara í Tjúa hittingana og veit og vona ég svo sannarlega að ég hitti einhvern sem býr nálægt okkur og mér líkar við :D.
Annars er það nýasta í fréttum að ég var að kaupa mér kuldaskó er hæst ánægð með þá enda fékk ég þá á spot prís eða $24 í Wal Mart :D. Við erum líka búin að komast að því að okkur vantaði matvinsluvél þannig að ég fann mjög sniðugan pakka þar sem ég fæ tövrasprotan, matvinsluvél (litla) og hátt plast glas til að blanda í fyrir tövrasprotan á $25 mjög gott og er ég rosalega ánægð með það :D.
Við erum búin að sjá fyrsta þáttin í Fangavaktinni og vá hvað er gaman að sjá þetta loksins hef saknað Jónsa Gnarrs mín mikið. Ég veit ekki hvort þið vitið það en diskurin sem pabbi og mamma sendu var gallaður en það var einhver galli í framleiðslunni en sena sendi okkur seinni diskinn í pósti í gær þannig að við fáum réttan disk sem er í lagi :D.
Annars verður kleinugerð á morgun eða hinn fyrir sunnudagskvöldið en ég hlakka mikið til þessa kvölds :D
Ég skellti inn nokkrum myndum svona af því nýjasta.

Þetta eru s.s kuldaskórnir mínir en þeir eru alveg æðislegir (myndin er samt hálf hallærisleg)

Moli fær hundafimi dót frá tengdó í jólagjöf en pakkinn sem er í jólapappír eru hundafimigræjurnar og pappakassinn á bakvið er það sem þetta kom í. Það hefði s.s verið hækt að koma allavegana 4 hundafimigræjum í þennan kassa ;D. Okkur fannst það fyndið

Hérna eru allar stóru jólagjafirnar sem komast ekki undir tréið

og hérna er restin af gjöfunum undir tréinu en þá á eftir að bætast eitthvað smá við þetta en það er farið að verða soldið lítið pláss ;D

Knúsar frá okkur hér í Virginiu elskum ykkur

2 comments:

Anonymous said...

Rugl stærð á umbúðunum utan um dótið hans Mola - var svo bara fyllt upp með kork eða svoleiðis? Heyrðu svo vantar rafmagnspíanóið "undir jólatréð" :D
Hlökkum til að heyra meira á morgun.
Knúsar
A7

Helga said...

Vá, ekkert smá komið af pökkum nú þegar! Rugl að það séu bara tvær vikur í jólin, þetta líður næstum alltof hratt! Væri æði að fá að heyra í þér sem allra fyrst.
Bestu knúsar og kveðjur frá mér og Fróða