Friday, December 11, 2009

12. desember

Stekkjastaur

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á Bóndans fé

Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel
-því greyjið hafði staurfætur,
það gekk nú ekki vel

The first of them was Sheep-cote Clod,
Stiff as wood
To pray upon the farmer´s sheep
as far as he could

He wished to drink the ewes´ milk,
but it was no accident he couldn´t;
he had stiff knees-
not too convenient

Jæja Moli minn fékk jólasnyrtinguna í gær og er því nánast tilbúinn fyrir jólin nema hann fær svo náttúrulega bara bað á Þorláksmessu. Það er sko mikill munur á því að nota borðið mitt nýja við snyrtinguna, allt annað líf :D. Annars er hann búinn að vera með í maganum elsku kallinn

Annars er hundaganga núna í dag kl 11 sem okkur Mola hlakkar mikið til að fara í og svo er spurning um að fara á Íslendinga jólaballið en ég er ekki alveg viss þar sem Davíð ætlar ekki með.

Í dag er ég svo að spá í að búa til kleinur fyrir annað kvöld en ég þarf þá að kaupa fitu eða olíu til steikingar og svo er bara að fletja út og kleinast eins og brjálæðingur :D.

Við Davíð erum búin að vera að horfa á Fangavaktina og eigum alveg erfitt með að klára ekki ekki alla þættina strax (erum búin með 5). Það er alveg yndislegt að fá svona íslenskt efni gæti bara ekki verið betra.
Davíð minn er duglegur að læra eins og alltaf og er ég afar stolt af honum.
Nýtt í fréttum teingdapabbi er að koma til okkar 6. janúar og verður til 11. janúar en það verður gaman fyrir okkur Davíð að fá hann í smá heimsókn :D.
En nóg með það hér kopma nokkrar myndir frá snyrtingunni í dag.

Byrjuð að snyrta kallinn á fína borðinu

klippa lappirnar

svona líka flott loppa rökuð og fín

já honum fannst þetta svona rosalega gaman, sjáið þið það ekki ;D

Knúsar frá okkur hér í Virginiu

No comments: