Við fengum alveg æðislegar fréttir í gær. Benjamín ætlar að koma og vera hjá okkur yfir Thanksgiving helgina :D. Við erum alveg í skýjunum að fá hann enda vorum við búin að ákveða að vera með alvöru Thanksgiving dinner (bara kanski ekki heilan kalkún ;D) með stuffing, sætrikarteflu stöppu með sykurpúðum, geðveiku salati o.s.fv :D.
Hann er að spá í að koma á fimmtudeginum (sjálfan þakkargjörða daginn) en ég veit ekki hovrt að það sé alveg nelkt niður. Við Davíð erum allavegana búin að ákveða að fara og sjá Macy´s Thanksgiving parade en hún er 9 um morguninn og það er mælt með að vera ekki komin seina en tveim tímum fyrir til að fá almenninlegt pláss þrátt fyrir að skrúðgangan byrji á 77th st og fer alla leið að 34th st :S sem er ekkert stuttur kabbli ;D.
En nóg um það vildi bara deila með ykkur að við fáum að hafa einn fjölskyldu meðlim með okkur á næst stæðsta fjölskyldu helgidegi Bandaríkjanna ;D.
knúsar Fjóla of co
2 comments:
Sæl Fjóla
Benjamín er búinn að kaupa miðann - ég held hann sé að lenda hálf sex á fimmtudagsmorguninn og ætli að reyna að hitta ykkur niðri í bæ með tösku/töskur og alles ;o) Þeir bræður segjast geta fundið hvorn annan í þvögunni :/ ...vona að það gangi bara frábærlega :)
Knúsar
A7
En gaman :D Er við tölvuna í kvöld, sláðu á þráðinn ef þú mátt vera að ;)
Knúsar héðan
Post a Comment