Thursday, November 18, 2010

Vöknuð...

Jæja Davíð farinn í vinnuna og við Moli ein eftir heima. Í gær fékk Davíð frí frá vinnunni vegna þess að það var einhver múslima frídagur (svona er það að vinna fyrir sameinuðu þjóðirnar). Við vorum að vinna í verkefninu mínu, sem ég á að skiða eftir tvær vikur, allan daginn. Ég er komin vel á veg og á eftir að líklega klára ákveðin hluta af því í dag en þá á bara eftir að gera handouts og PPP en það má ekki vera meira en 5 glærur þannig að það er ekki stór vandamál ;D. Annars er ég dauð þreytt og ekki alveg tilbúin að byrja að læra :S.
Annars virðist eins og eitthvað sé að gerast í sambandi við vinnumál hjá Davíð. Hann fékk símtal frá kennara á Bivröst þar sem hann var spurður hvort hann hefði áhuga á að taka að sér alþjóðalaga áfanga þar. Það er ekkert komið á hreint allt enþá í vinslu en ef Guð lofar þá gengur þetta vonandi upp. Hann myndi þá bara vera í 3 vikur á Íslandi en áfanginn er kenndur í einni lotu. Svo finnst okkur eins og Guð sé huksanlega að oppna fyrir okkur leið til að huksanlega fá að vera áfrma hjá íslensku sendinefndinni... EN ég vil bara endurtaka að ekkert af þessu er komið á hreint og þess vegna þurfum við á bænum að halda því þetta veltur allt á því hvað Guð hefur í hyggju fyrir okkur.
Annars sendi ég bara knúsa á ykkur gott fólk og bið Guð að varðveita og blessa ykkur eins og alltaf.

Knúsar Fjóla

No comments: