Saturday, November 06, 2010

LOKSINS, LOKSINS...

Er ég búin að gera þetta hundleiðilega Drug Formulary verkefni fyrir skólan minn :S. Ég er búin að vera að því núna alla þessa vikuna og var orðin vel græn af miglu (þar sem þetta var nú ekki það semmtilegasta). Annars ætlum við hjónin að reyna að eiða helgini í hvort annað fyrst og fremst og láta áhyggjur, verkefni og atvinnuumsóknir sita á hakanum svona einu sinni.
Planið er að vakna snemma og fara fyrir hádegi til Manhattan og labba yfir Brooklyn bridge og kíkja svo smá í nokkrar búðir svona fyrst við erum þarna en svo bara að koma heim og hafa það kósý og kanski eiða svona 1-2 tímum í það sem er skinsamlegt að gera ;D.
En nóg um það ég segi bara over and out og Guð veri með ykkur :D.

Fjóla og co

No comments: