Saturday, November 20, 2010

Aftur komin helgi :D

Þá er helgin fyrir Thanksgiving kominn og nóg að gera hjá okkur Davíð. Í þessum skrifðuð orðum er Davíð að fara yfir verkefnið mitt og sjá hvort það sé ok og engar stafsetingar villir, næsta skref er svo að gera Power point glæru og smá úrdratt fyrir hina nemendurna og þá er ég nokkuð góð.
Ég er búin að vera að taka til hérna heima á meðan og er allt að verða tilbúið til að jólaskreyta :D, en það er planið um þessa helgi að skreyta svo allt verði jóló þegar Benjamón kemur :D.
Annars gerðum við piparkökudeig í gær sem við æltum að fletja út og baka á morgun.
Næsta skref á dagskránni í dag er að fara eftir hádegi og versla inn fyrir Thanksgiving dinnerinn ;D en á listanum er m.a. biscuits (svona amerískar smjördeigs eiginlega, bollur), stuffing, sætarkarteflur, sykurpúðar og rauðkáls haus (ætla að gera mitt eigið rauðkál aftur í ár ;D).
Annars er ég bara að njót a jólatónlistarinnar sem ég setti á á meðan ég bíð eftir því að Davíð klári svo ég geti hjálpað honum með restina ;D.

Knúsar og endilega hafið okkur enþá í bænum ykkar varðandi áframhaldandi vinnu mál Davíðs staðan er soldið flókin.

Fjóla

No comments: