Wednesday, November 24, 2010

og svo kom miðvikudagur...

... og Benjamín kemur á morgun :D. Á morgun er hvorki meira né minna en Þakkargjörðar dagurinn og erum við nokkuð tilbúin með allt ja svona næstum. Ég skelli mér öruglega út í búð á eftir eða hitti Davíð í búðinni þegar hann er á leiðinni heim. Það þarf að versla smá fyrir hátíðarmatinn, mjög lítið samt. Ég er búin að skreyta smá meir hérna heima og ætla ég að taka myndir af því fljótlega og henda inn en það er einn gluggi sem við erum ekki búin með og erum að bíða eftir að skreita vegna þes að við ætlum að kaupa seríu til að setja í hann :D.
Annars þarf ég að undirbúa mig fyrir að vakna alveg gígantíst snemma á morgun til að geta séð skrúðgöngua á morgun og hlakka ég mikið til þess (það minnir mig á að ég þarf að hlaða myndavéla battaríin)
Annars ætla ég svo að klára bara að læra í dag og og fara með Mola í smá labbi túr og taka til og þvífa :D.
Það eru komnar smá fréttir af Bivröst vinnunni sem Davíð var boðið, .að virðist enda þannig að það verði :D en verið er að tala við einhverja aðra kennara og ganga frá málunum held ég :D þannig að það eru góðar fréttir. Við viljum samt áfram haldandi biðja ykkur um að biðja fyrir hinum vinnu málunum að Davíð fái að halda áfram hjá sendinefndinni það væri algjör Live saver fyrir okkur :S.

Knúsar héðan og Guð veri með ykkur.

4 comments:

Helga said...

Takk fyrir spjallið Fjóla mín.
Vonandi eigiði yndislegan dag á morgun. Frábært að Davíð fái þessa vinnu á Bifröst. Ég bið fyrir því að hann fái að halda áfram í hinni vinnunni líka.
Fullt af knúsum á ykkur.
Love you.
Helga

Anonymous said...

Góða skemmtun á morgun öll sömul - vildi að ég gæti kíkt í mat og köku til ykkar - sé ykkur kannski á skyinu :)
Knúsar
A7

Anonymous said...

Frábært ef svo verður að hann muni kenna kúrsinn, enda mun ég sitja hann :)

Anonymous said...

Vonandi fer allt á besta veg :)
Knús Kristín