Þá er komin miðvikudagur. Við Moli erum búin að hafa það frekar rólegt í morgun þrátt fyrir að ég hafi gert eitthvað af viti en ég er bara komin svo vel á veg að ég er ekkert að stressa mig ;D.
Annars er ég svona að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera, ég held ég rífi litla prinsinn fram úr rúmminu OKKAR ;D og við förum í labbitúr út í grænmetisbúð.
Annars talaði ég við Veroniku í gær á Skype og fengum við þá hugmynd að ég kíkji kanski í 1-2 daga til D.C og hitti hana og fjölskylduna ásamt því að hitta íslensku hópinn okkar :D. Það verður víst movie night þan 21. nóv hjá Veroniku og planið er að reyna að hitta á að fara og ná að vera með þeim þá :D.
Annars erum við Davíð strax farin að skipuleggja helgina þar sem við erum að reyna að gera eins mikið úr helgunum okkar og við getum og er planið að fara á tvö söfn :D.
En það er ekkert meira að frétta af okkur þannig séð bara þetta same old same old ;9. Ég sendi þá bara knúsa heim á ykkur og bið Guð að vera með ykkur eins og alltaf ;D.
Knúsar og kram Fjóla og Moli
1 comment:
Knúsar á ykkur :)
Kær kveðja
A7
Post a Comment