Fólk er víst farið að kvarta ;D.
Jæja þá er kominn föstudagur og helgin frammundan. Við erum líklegast að fara og hjálpa Pelt fjölskyldunni að flytja í dag eftir að Davíð kemur heim og kanski líka á morgun en húsið þeirra er tilbúið :D.
Clifron fjölskyldan hefur aftur afbókað sig :S en þau koma í hádeginu á sunnudaginn og ef það gengur ekki þá held ég að við gleymum þessu bara núna og borðum hangikjötið sjálf :D.
Annars er ég alveg í skýjunum með tölvuna en er enþá að læra á hana t.d. að setja inn myndir og breyta þeim og svona.
Við Moli fórum út að skokka saman í gær og gekk það bara mjög vel :D, ég er nefnilega að reyna að fá Davíð til að taka hann með sér þegar hann fer út að skokka en hann segir að Moli sé allt öðruvísi, s.s auðveldari, með mér.
Í dag ætla ég að reyna að drattast til að taka til hérna heima, fara með Mola út í labbitúr og fara í leikfimi. En nóg af blaðri hér koma tvær myndir svona bara rétt til að sýna ykkur :D.
3 comments:
Til hamingju með Trausta tölvu og þetta glæsilega snyrtiborð :)
Er að fara núna eftir smá í tjúa partý ;)
Knús Kristín
oh gegjað vonandi skemmtið ykkur vel :D
Fjóla
Til hamingju með kaupin. Vonandi bragðast hangikjötið vel.
Knús héðan.
Post a Comment