...sem margir hafa beðið eftir.
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur Davíð þessa Þakkargjörðarhátíð. Á fimmtudagsmorgninum vöknuðum við snemma og fórum í amerískan fótbolta með kirkjunni okkar og var það mjög gaman þrátt fyrir þó nokkurn kulda og mikla þoku. Davíð stóð sig þrátt fyrir að vita ekkert hvað hann væri að gera sökum of mikilla og of flókna reglna eins og virðist vera í flestum amerískum íþróttum ;D.
Við fórum svo til Veroniku og Gary í mat og var það alveg æðislega gaman enda eru þau æðislegt fólk ;).
Annars erum við Davíð búin að vera á haus í jóla hreingerningu, jóla skreytingu, jóla föndri og flest öllu jóla sem ykkur dettur í hug. Íbúðin okkar er eins og lítið jólahús "AND I LOVE IT" :D.
Við vorum fyrir stuttu að koma úr jálatrés leiðangri en við ákváðum að kaupa okkur gerfi jólatré þar sem það er að borga sig á tveim árum eða svo og við þurfum ekki að setja neina seríu á það þvú hún er á trénu :D sem er BEST Í HEIMI!!!!!!!!!!!!!! En þið fáið myndir af trénu seina þegar við erum búin að skreita það og gera fínt en það er bnara komið upp núna og er óskreytt ;D en við erum samt búin að setja jólamottuna undir tréið þá sem við vorum að fá frá pabba og mömmu hún er KLIKKUÐ þið fáið að sjá hana líka seinna, en svo eru líka nokkrir pakkar komnir undir tréið ;D.
En nóg með blaðrið hér koma nokkrar myndir :D.
Davíð minn mættur í fótboltan eld hress ;D
Verið að ræða hvernig skal taka á hinu liðinu
Gary alveg að fara að grípa boltann ;D
Moli var duglegur að fylgjast með
Sæti okkar hann Moli blautur en hann skemmti sér konunglega, hitti meira að segja nokkra hunda og allt ;D
Heima hjá Veroniku og Gary allir að borða og hafa það kósý
Strákarnir að spila tölvuleiki
Við hjónin að spila Apples to apples
gaman að spila :D
ég bjó til pönnukökur sem var í desert ásamt öðru en þær kláruðust alveg sem er frábært :D
Ég að jólaskreyta. Verið að hengja upp Georg Jensen óróana :D
mjög einbeitt ;9
Jólasokkarnir hjá arninum en ég er núna búin að bæta við litla sokknum hans Mola ;D
Klikkaða jólakúlan mín og María, Jósef og Jesú barnið ;D
Þarna er svo jólapóstspokinn okkar komin upp ef við skildum vera svo heppin að fá einhver jólakort en heimilisfangið okkar er.
12411B Midsummer Ln apt 304, Woodbridge, 22192 VA (Béið fyrir aftan 12411 er MJÖG mikilvægt svo ekki gleyma því)
Ég að búa til aðventukransinn okkar
Þarna er svo stofan okkar, grettir í sófanum, auka jólasokkar á hliðarveggnum, önnur jólakúla, engillinn og svo aðventukransinn :D
Við erum með svona lítil skraut hjá hverju kerti sem segir til hvaða gerti er hvað :D. Þetta er Betlehem kertið :D
Kransinn en hann er búin til út tveim kertaskreytingum sem ég læt bara hlið við hlið og reyni að láta það líta út eins og kranns nokkuð gott ekki satt?
og að lokum þá er það flotti útidyrakransinn okkar og svo erum við með svona húna skraut á hurðarhúninum :D
Knúsar frá okkur og við biðjum fyrir þessu veseni með Fíló og allt það :S.
Fjóla, Davíð, Moli og Narta
4 comments:
ótrúlega dugleg að skreyta og mjög flott þú ert svo dugleg að föndra :) ég hlakka ekkert smá til að fara að skreyta í minni eigin íbúð :)
Vá þetta er æðislegt hjá ykkur ég verð að fara að drýfa mig í að skreyta :)
Knús Kristín, Sóldís og Aris
Ekkert smá jóló :) Bara snilld að serían sé á trénu, svo mikið bagsl allataf að setja hana á. Hlakka til að heyra í þér, vonandi í dag :)
Knúsar og kveðjur frá mér og Fróða
Hæ New Virginians!
Æðislegt hjá ykkur, þið eigið svo margt fallegt dót, til að flytja! Davíð, það verður smá söknuður af alvörujólatrénu en það hverfur að mestu leiti stax og alveg þegar þið takið tréð niður:-)
Hér var allt hvítt af snjó í morgun svo veturinn er aðeins að láta á sér kræla, en haustð hefur verið mjög milt. Takk fyrir allt!
B21
Post a Comment