Ég var víst búin að tala um fyrir löngu síðan að sýna ykkur hvað ég er að föndra. Ég hef ekki verið mikið að sauma síðastliðnar vikurnar en er byrjuð á fullu aftur núna. Ég er að gera svona jólatrésskraut (já eða bara jólaskraut). Þetta eru þrjásr mismunandi gerðir af skrauti en þú gerir tvennt að kverju. Ég er s.s búin með einn platta og er byrjuð á öðrum. Þetta er alveg ógeðslrega gaman að gera þetta mæli með því :D
Annars er rigning hérna og frekar hráslagalegt úti. Davíð er aðeins að kúra og kvíla sig áður en hann fer á fult í að læra. Við erum byrjuð að horfa á Mr. Bean algjört æði :D en við fengum hann, ásamt þremur jólamyndum, í gær. Ég ætla að kíkja á kór æfingu í kvöld í Occoqan kirkjunni (þessi sem er rétt hjá okkur) en þau eru að fara að byrja að æfa jólalög skilst mér :D.
Annars er ég búin að vera þó nokkuð upptekin í þessari viku svona miðaða við aðrar vikur hér en á mánudagin fór ég á konu Thanksgiving hittinginn, í kvöld er það kóræfing, á föstudaginn er það kokteill með Davíð í D.C og á laugardaginn er Jólabasar hjá Íslendingafélaginu. Veronika hringti líka í mig í gær og ætlaði að dobbla mig að koma með sér og hitta lítinn hóp affólki sem er að reyna fyrir alvöru að læra íslensku en ég misti af því. Hún ætlar því bara að taka mig með í næstu viku :D en þau hittast alltaf vikulega.
Já meðan ég man þá ætluðum við Davíð að fá okkur loksins Virginiu ökuskírteini, Davíð var búinn að fylla út allt sem hann gat hérna heima áður en við fórum. Þegar við komum þangað vantaði uppá að við gætum sýnt framá að við byggjum þar sem við byggjum þannig að heim þurftum við að fara aftur til að finna reikninga með nafninu mínu og Davíðs á en það vill svo skemmtilega til að Davíð er skráður á alla reikninga þannig að það er ekki til neinir reikningar þar sem nafnið mitt kemur fram. Davíð sá þá í reglunum að það mætti sýna homeowners inshurens en nafnið mitt kom fram á því þannig að hann tók það með fyrir mig. Við komumst að Davíð rennur í gegn með sína reikninga en ég fæ ekki að fá ökuskírteini sama hvað Davíð og ég sýnum þeim. Það skipti engu máli að nafnið mitt stæði á homeowners inshurensinu það var ekki allur leikusamningurinn (s.s einhverjar 50 bls) sem við vorum með þessvegna vildu þau ekki samþykkja okkur :S. Davíð var alveg að springa úr pirringi sérstaklega vegna þess að þetta var náttúrulega ekkert nema óliðlegheit og það sem meira er þetta fólk sem er að vinna þarna veit ekki einusinni sínar eigin reglur en við fengum að heyra það oftar en einusinni og oftar en tvisvar að þau tækju bara gilt reikning en svo stendur að þeir taki homeowners inshorens (ásamt öðru) á reglublaðinu þeirra, meira að segja ygirmanneskjan þarna vissi ekki sínar eigin reglur.
Við fórum s.s heim ég ökuskírteinis laus en Davíð með allt sitt klappað og klárt. Davíð fór svo að skoða betur pappírana sem við höfðum sýnt þeim og komst að því að þaðsem við vorum með var nákvæmlega það sem þær voru að segja að við þyrftum á að halda AAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
En nóg með það Guð blessi ykkur OG fólkið sem er að vinna á DMV (þótt þau viti ekkert í sinn haus)
Knúsar Fjóla og co
3 comments:
Vona að þetta bjargist leiðinlegt svona vesen :/
Svakalega flott jóla skraut hjá þér skvísa :)
KNús Kristín
Ha ha... elska svona lidlegt og thjonustufust starfsfolk, vona ad thad fai allt stora jolabonusa fyrir gridarlegan sveijanleika, lidlegheit og thekkingu a eigin reglum!
Allavega... jolaskrautid er ekkert sma flott, her er ika komid jolaskraut ut um allt en mer fynnst thad ekki alveg passa i 30 stiga hita...
Tomas
Skemmtilegt föndur hjá þér Fjóla og þú þarft að biðja Davíð að tka upp kórinn, þegar þið komið fram. Það er leiðinlegt að missa af því að heyra í þér og ykkur syngja jólasöngva... :( En frábært að þú fáir tækifæri til að vera með í þessari kirkju :D.
Þetta er ótrúleg saga um ferkantaða býrókrata sem búa sér til eigin reglur... Einhvern tíman átti ég fund með sendiherra Bandaríkjanna hér á Íslandi og hann sagðist ekki skilja hvernig Bandaríska ríkið gæti safnað til sín svona mörgum þverhausum [þetta voru hans orð, ekki mín].
Knús og kram. A7
Post a Comment