Ég sit hérna heima í íbúðinni okkar, uppi í rúmmi, undir sæng og er gjörsamlega að FRJÓSA úr kulda. Hitinn var kiminn niður í 67°F sem mér skilst að sé 19°C. Það hjálpar heldur ekki til að ég ákvað eins og asni að fá mér smoothei í morgunmat :S.
Moli var fljótur að koma til mín þegar hann áttaði sig á því að ég var á leið upp í rúmm og núna liggur hann vel undir sænginni til að ná að hlína sem fyrst.
Davíð er farinn í skólann og er ég að velta fyrir mér að kíkja í Michals því mig vantar meiri jóla límmiða fyrir jóla skrappbókina mína en ég er meira en hálfnuð með hana ;).
Hér er annars allt að fyllast en hraðar af jóladóti fyrst að Halloween er búið þá tók við jóla SPRENGING í búðunum sérstaklega Dollar Tree ;) en ég er alltaf að tína til einn og einn hlut þar til að kaupa. Mig er líka verulega farið að langa að kíkja í Big Lots og Lowes til að skoða og kanski kaupa meira jóladót og skraut. Mig langar alveg rosalega mikið í flottan krans á hurðina okkar og eru þeir margir til það vantar ekki spurningin er bara hvað á að velja og hvað það má kosta :S.
En ég hef sosem ekki planað mikið í dag nema bara ná smá hita í kroppinn, skrappa smá, fara í Michaels líklega og svo kanski í Big Lots líka :D.
Kveðja Fjóla og Moli heimapúkar ;D.
4 comments:
Snilld hjá ykkur Mola!
Kveðja
B21
Hlýjar kveðjur frá okkur á A7
Knúsar
A7
Það er bannað að tala svona mikið um jólin. Þá hugsa ég bara hvað ég kvíði fyrir prófunum og hlakka til að koma heim! Neinei, segi svona :p
Vona að ykkur Mola takist nú að halda á ykkur hita í 19 gráðunum (vona þú sért að tala um mínusgráður annars væri kannski ráð að kíkja til læknis :O)
Knús frá mér og Fróðamús
Var ad skoda Halloween myndirnar, Moli bara flottastur!!!
hvad vardar veikindin tha er thad afbragds hugmynd ad bidja fyrir Mola og David, hinsvegar i framkvaemd komu fram hnokrar thegar eg for ad bidja fyrir thormunum hans Mola... frekar furduleg baen, segjum thad bara.
Allavega, sumarid ad koma i Astraliu thannig ad enginn hrollur i mer!!
Kvedja,
Tomas
Post a Comment