... er í dag þannig að núna góðir Íslendingar eru 5 tíma munur hjá okkur og ykkur heima á klakanum. Linda og Guðlaug eru bara á leiðinni út en ég og Moli verðum heima á meðan Davíð keyrir þær út á völl þar sem ekki er pláss fyrir mig í bílnum sökum farangurs. Því miður var tengdamamma veik helminginn af ferðinni og náði því ekki að gera helminginn af því sem þær ætluðu að gera :(. En góðu fréttirnar eru þær að þær koma hingað aftur í mars þannig að ekki eru allir verslunar möguleikar útinn en (nema náttúrulega á þessu ári). Það má samt ekki halda að þær hafi ekki afrekað neitt því það er fjarrri lagi ;).
Í gær var Halloween en við urðum ekki mikið vör við það enda frekar rólegt í kverfinu okkar (ekki mikið af krökkum allavegana ekki í okkar hluta kverfinsins). Moli var samt dressaður upp í Póstmanna búninginn og varð hann bara sætari og sætari þegar leið á daginn eins og þið fáið að sjá ;9.
Við höfum átt alveg frábæran tíma með þeim mæðgum og finnst okkur sárt að þær séu að fara strax sérstaklega þegar ekki hafði tekist að gera allt sem planað var að gera, en við erum mjög þakklát að hafa fengið þær til okkar svona fyrir jólin því við verðum mjög líklega ein yfir jólahátíðina í ár.
En hér koma myndirnar
Halloween morgun, dögg í grasi. Ég sá þennan líka flotta köngulóavef í grasinu en döggin var búin að leggjast vel yfir hann rosalega fallegt.
Ef þið horfið vel þá ættuð þið að sjá glitta í brúna könguló á þessari myndi g myndinni fyrir ofan
Moli smell passar inn í haustlitina hér stundum tínist hann alveg
Þarna er húsið okkar en við erum efstu svalirnar svo vinstramegin á myndinni er stiginn upp til okkar
1 comment:
TAKK fyrir okkur öll sömul :)
Knúsar
A7
Post a Comment