Jæja hér leikur allt í lindi eins og venjulega. Við vorum með alveg rosalega góðan mat í gær en ég bjó til fiskrétt með laxi í ofni og Jamie Oliver brauð með eða Foccasia heitir það víst. Við erum að reyna að byrja aftur að taka okkur á eftir allt íslenska nammi átið og páskaeggja sukkið okkar og gengur það ágætlega allavegana ætlum við bara að hafa einn nammidag og reyna að fara í ræktina eins oft og við getum allavegana 4 sinnum í viku. Ég er nú þegar búin að fara tvisvar í þessari viku þannig að ég er á góðu róli. Annars hreyfum við Moli okkur alltaf einhvað á hverjum degi þannig að ég er nú aldrei alveg aðgerðarlaus ;).
Núna er Davíð minn að leggja síðustu drög að þessari blessuðu meistarariterð en við erum byrjuð að sjá fyrir endan á henni enda þarf að skila henni 5 eða 6 maí held ég að það sé. Hann er búin að senda hana á tengdó og Sigga frænda sinn og er búin að fá heila gommu að kommentum til baka samt aðalega bara einhvað púnta, kommu og stórastafa komment skilst mér. Við Moli drepum tíman með Nörtu og með hvort öðru á meðan. Ég er að lesa tvær bækur í einu en önnur er Marley and me og hin er Joyce Meyer, How to here from God en ég er að lesa hana í kvenna bókaklúbb sem er í kirkjunni minni. Ég er alveg búin að sjá það að Lilly amma sem gaf mér Marley and me bókina í jólagjöf verður að fá hana lánaða hjá mér eftir að ég er búin að lesa hana hún hefði gaman af því og örugglega Maddi afi líka ;).
Ég talaðui við Bárulíusinn minn á netinu í gær og var hún að segja að hún á Ásgeir væru að fara til New York í lok Ágúst og væru hugsanlega að hugsa um að koma og heimsækja okkur enda væri annað bara fásinna fyrst þau eru svona nálægt okkur og D.C er náttúrulega verðugur staður að skoða ekki síður en N.Y. :D. Pabbi og mamma eru að velta fyrir sér hvenar þau ætla út og hvort þau ætli að koma til okkar en ég veit ekki hvernig það fer þau komu með uppástungu í gær sem gæti verið soldið erfið fyrir okkur Davíð að framkvæma mér finnst að þau ættu bara að koma og vera hjá okkur í 2-3 vikur því það er hellingur að skoða og mjög gaman í D.C svo geta þau verið restina af feriðnni á Flórída :D. Hvað finnst ykkur um það p og m?
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili meira seinna Guð geymi ykkur krúttí púttin mín og passið ykkur á krúttleika myndana sem fara hér á eftir ;)
Moli er enþá hæst ánagður með Nörtu og er farin að stlaka aðeins meira á í kringum hana ekki alltaf svona ofur spenntur
Það er komið sumar hér eins og sjá má núna fer þetta bara að þróast í mis mikla hita geðveiki og Moli finnur mikið fyrir því enda eftir 30-45 mínótna göngu er hann alveg búin á því bara vegna hitans
I was feeling Patriotic
Hér er allt líf að blómstra og andarungar út um allt litlu sætu krúttin
Narta að hlaupa í hjólinu sínu en Davíð var að segja mér að svona meðal hamstur er að hlaupa allt að 8 km í hjólinu sínu yfir nótt pæliði aðeins í því
Þarna er svo litli gamli kallinn hann Moli með pabba sínum
Svona voru litlu svefnpurkurnar í morgun þetta er náttúrlega ofur krúttlegt
Jæja hér sjáið þið svo saman Mola minn og Nörtu mína. Nörtu finnst bara kósí ða vera ofaná Mola og hún er sko ekkert hrædd við hann en eftir að þessi mynd var tekin stóð reyndi Moli að standa upp en passaði sig rosalega mikið vegna þess að hann vissi að hún var á honum ógeðslega dúlló, svo eftir að ég var búin að taka Nörtu af honum þá leifði ég henni að labba um og hún hljóp beint til Mola og fór á milli lappana á honum :D