Thursday, December 27, 2007

Enþá í jólafríi og það er GEGJAÐ!!!!!

Jæja við Davíð erum bara búin að vera í endalausum jólaboðum yfir hátíðarnar. Á jóladag vorum við hjá afa og ömmu uppi og var það alveg frábært eins og alltaf. Það var hámað í sig graflaxi í forrétt, hangikjöti í aðalrétt og ís í eftirrétt.
Eins og venjulega mættu mamma pg pabbi ásamt Hlynsa og Dísu, Jóhann og Krísa ásamt Lilly og Coco Mola til mikillar gleði og svo Maddi frændi og Dagný kærastan hans og svo litli Jóhann frændi. Ingibjög og Röðull komu ekki þar sem þau voru hjá fjölskyldunni hans Röðuls um jólinn. Ég hef náð að fara í göngu með Helgu bestustu og var það algjör nauðsyn. Í gær fórum við svo til Keflavíkur til Sigga og ömmu Löllu í nautalund og ís. Við hittum þar Ástu og Guðjón ásamt tengdó audda og GMS en Benjamín var hvergi sjáanlegur þar sem hann ákvað að fara í brúðkaup í staðin. Við spiluðum svo Party og Co þar sem var kept í liðum og auðvita tókum við Davíð þetta en ekki hvað Whot! ;D
Á morgun er okkur Davíð svo boðið á Holtið í hádegismat ásamt tengdó Guðlaugu, Banjamín, Boggu og Svenna langa afa og ömmu Davíðs og ömmu Löllu ömmu hans Davíðs. Seinna um kvöldið förum við örugglega í bíó með Tomma þar sem hann gaf okkur boðsmiða fyrir tvo í luxussal og hlakkar okkur rosalega til þess. Nú fer að styttast í að Davíð nái mér í aldri og verður örugglega mjög notarlegt hjá okkur þann dag. Annars er bara legið í leti hérna heima og horft á bíómyndir og slappað af.
Núna er Davíð reyndar að læra fyrir Jessup keppnina vegna þess að hann er að fara að hitta gengið á morgun. Jæja þer sem ég er vön að skella inn fult af myndum ælta ég ekki að bregðast ykkur í þetta skiptið og hér koma þær njótið vel.

Moli og Davíð hjá ömmu Löllu

Ásta einbeitt að spila

Systkinin sæt saman

Ég og Moli

Kær kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að fá blogg var farin að örvænta hehe ;)
Sæt mynd af ykkur Mola neðsta en við verðum endilega að fara að hittast eftir helgina ;)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Jeij, ég segi eins og Kristín, loksins nýtt blogg! Við erum orðin of góðu vön til að þú getir tekið þér svona bloggfrí! Hehe. :)
Æðisleg myndin af þér og Mola þarna neðst, ramma þetta inn á stundinni!
Njóttu jólafrísins, ég heyri vonandi í þér fljótlega.
Knús, knús, Helga, Fróði og Trítla
P.S. mundu að kíkja á bloggið mitt ;)