Saturday, December 22, 2007

22. desember

Ég er komin í JÓLAFRÍ !!!!! loksins.
Það var jólahlaðborð í gær með Björnsbakarí á Geysir Bistro og bar og var það bara mjög fínt góður matur og svona. Kíkjtum svo til Ásgeirs þar sem hann var að útskrifast sem stúdent og hittum þar Báru, Tinnu, Kjartan, Hemma og Þorkel. Við áttum með þeim góða stund og spjölluðum saman.
Ef þið skilduð ekki vera búin að átta ykkur á því að þá eru jólin ekki á morgun heldur hinn AAAAAHHH!!!!! Ég hlakka svo til.
Við Davíð vorum að pannta eða meira reyna að pannta far til Flórída í sumar. Við eigum vildarpunkta fyrir einu fari til Flórída en NNNEEEIIII þetta er ekki svona einfalt. davíð talaði við konu sem sagði að það væru engi sæti laus sem voru ætluð fyrir vildarpunkta og getum við líklega ekki notað punktana þegar við þurfum á þeim að halda. Davíð prófaði þó að hringja aftur og talaði þá við aðra konu sem var mun almennilegri þar sem við fórum strax úr það er ekkert hækt að gera yfir í ég skal setja þig á biðlista þar sem yfirmenn meta stöðuna og sjá hvort hækt sé að koma okkur fyrir í vélinni, soldið mikill munur á þjónustufulltrúum ha!
Núna höldum við bara í vonina að við fáum svar strax á mánudaginn svo við getum bara klárað þeta allt saman. Ef svo fer að ekki sé hækt að nota punktana til Flórída þá förum við líklega til Evrópu í langa helgarferð eða einhvað svoleiðis sem er náttúrulega frábært en ekki það sem við ætluðum okkur.
Davíð er núna úti að vesla jólagjafir fyrir mig og aðra og er ég að spá í að skella mér í sturtu til að laga nýju klippinguna mína og fara svo röltandi til mömmu og pabba með Mola minn. Við förum svo í skötu til Reynis afa og Öddu öllu í hádeginu og verður það bara gama og kósý og verður myndavélin með í för svo þið fáið að njóta allavegana myndanna þrátt fyrir að ligtin berist ekki í gegnum tölvuskjáinn. Við Davíð ætlum svo að skreita jólatréið í dag og setja saman, skreita piparkökuhúsið okkar og enda svo kvöldið á Christmas vacasion með jólaöli og klementínum.
Ég hef það ekki lengra í bili Guð blessi ykkur.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Öllum þeim, sem tóku við honum (Jesú), gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
Jóh. 1:12


2. dagar til jóla

No comments: