Núna ætla ég að reyna að vera rosalega dugleg og blogga á hverjm degi til jóla.
Það sem er helst í fréttum er það að Hneta hitti Fróða og Trítlu í gær í fyrsta skipti og gekk það vonum framar. Fróði tók strax við henni og hún við honum enda ekki hrædd við neitt þessi elska mjög örugg og kát. Það kom þó fyrir að hún vældi þar sem fitibollan gat ekki hlaupið eins hratt og Fróði og Moli en hún reyndi sitt besta litla skassið ;). Það verður samt ekki langt í það að hún hlaupi eins og vindurinn með þeim báðum enda verðandi góðir þrír félagar þar á ferð.
Trítla var aftur á móti ekki viss hvað henni fanst um þennan nýja meðlim í hópinn sama hvað Hneta reyndi að tala við hana.
Í kvöld ætlum við Helga að hafa það kósý með hundunum okkar fjórum og horfa á bíómynd og borða nammi :D alltaf got combo.
Á morgun verður líka frábær dagur þar sem það verður jólafagnaður hjá Chihuahuadeildinni í Gusti. Moli á eftir að elska það að fá að hitta alla góðvinina og Hneta fær líka að koma með og hitta alla tjúana sem ætti að vera spennandi. Það verður boðið uppá kaffi og kagó og svo koma allir með einhvað sætt og gott að borða bara kósý. Ég hef ekki ákveðið hvort ég skelli mér í smá bakstur eða fari út í búð og kaupi einhvað en ég sé hvort mér gefst tími til þess.
Mamma, afi og amma koma heim á miðvikudaginn og hlakka ég ekkert smá til að fá þau heim. Mamma er náttúrulega búin að kaupa helling handa hundavitleysingum og verður bara stuð og fjör hjá þeim. Afi hneikslaðist svo mikið á mömmu þar sem hún keyfti tvær úlpur eina á Mola og eina á Hnetu í stíl nema bláa og bleika. En það er ekki ástæðan yfir hneiksluninni heldur að stikkið af úlpunni kostaði $50 og fanst afa það bara vera algjör haugavitleysa að kaupa svona rándýr föt fyrir hunda sem eru ekki stærri en þeir eru. Það er reyndar satt að fyrir Flórída er þetta frekar dýrt en ef við færum þetta yfir í íslenskar krónur þá kostar úlpan ekki nema 3000 kr og það er erfitt að finna góða úlpu á þessu veðri hérna heima.
Ætli ég reyni ekki að fara með Mola og Hetu í Guðmundarlund í dag í smá hlaup og gaman til að gefa þeim útrás á orkunni sinni. Hver veit nema við kíkjum í heimsókn til afa og ömmu í Garðhúsi með Hnetu þar sem þau eru ekki enn búin að sjá hana.
Annars ef ég það ekki lengra í dag þið munuð fá meira á morgun, endilega veriði dugleg að commenta.
Kær kveðja
Fjóla, Moli og Hneta
23 dagar til jóla :D
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Oo spennadi að Hneta komi með á morgun :) Ég kem með Aris og Sóldísi verður gaman fyrir þær að fá loksins að hittast og fá að leika verður gaman að sjá hvernig þær taka því að hitta svona marga hunda :)
Hlakka til að sjá ykkur á morgun :)
Lýst vel á það að þú bloggir á hverjum degi ;)
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Post a Comment