Thursday, December 13, 2007

13. desember

Jæja gott fólk hvað segið þið svo gott?
Núna er aldeilis farið að styttast í jólin. Í gær fékk ég að vita að það verði jólahlaðborð í vinnunni minni og verður farið á Geysi bistro bar þann 21. desember og er Davíð boðið með líka. Við davíð förum þá á 4 jólahlaðborð í vetur eða hjá Bústaðarkirkju, mað fjölskyldunni, Árbæjarkirkju og Björnsbakarí.
Ég er svo sátt við mig þar sem ég er búin að klára jólagjöfina og afmælisgjöfina hans Davíðs ótrúlegt en satt. Núna er það bara ein gjöf sem á eftir að klára og finnst mér það mjög gott að þurfa ekki að stressa mig yfir meiru en því. Ég og mamma skelltum okkur nefnilega í kringluna í gær og náði ég þar að klára nánast allt.
Núna erum við búi að steikja laufarbrauð með báðum fjölskyldunum og gekk það bara mjög vel. Við skárum kökur og hlustuðum á jóla Clay Aiken heima hjá mömmu og pabba og skelltum okkur svo yfir til Jóhanns frænda og steiktum þær. Það var svaka stuð í bílskúrnum hjá okkur og mikið hleigið og haft gaman. Þar sem afi er farin að heyra illa þá komu upp nokkur tilfelli þar sem við höfðum sagt einhvað findið og svo hafði afi sagt nákvæmlega það sama og við höfðum verið að segja vegna þess að hann hafði ekkert heyrt þegar við sögðum það mjög findið dæmi: Mamma notar alltaf eldhúspappír til að þerra fituna af kökunum og verður pappírin gegnsósa af fitu. Við sögðum sem svona að það væri bara hækt að kreista fituna úr pappírnum og nota hana aftur og þá sagði einhver já eða bara borða pappírinn. Þá kom afi og sagði: það er bara hækt að nota fituna aftur úr pappírnum. Við hlógum náttúrulega miklu meira og afi vissi hélt hann væri svona rosalega fyndinn sem hann og var en þar sem við höfðum bara rétt lokið okkar tjók þá var þetta enn fyndnara.Það þarf nú að minnast á kökurnar hans Jóhanns. Þannig var mál með vegsti að hann keyfti kökur ír Árbæjarbakarí útflattar og tilbúnar eins og hann gerði í fyrra en núna í ár voru þær svo þykkar að þær uðru bara eins og laufarBRAUÐ ef þið skiljið mig bara rosalega seikt ekkert stökkt. Við prófuðum allt steikja þær lengur, setja þær í kæli, pressa þær ekkert, pressa þær rosalega mikið en ekkert gekk. Krúsa kom í eitt skiptið með köku sem hún hafði látið kólna inn í bílskúr og dinglaði henni fram og til baka og við hlógum svo mikið. Ég held að mamma sé búinn að ná að sannfæra Jóhann um að kaupa Kristjáns laufarbrauð á næsta ári því okkar voru fullkomnar.
Í dag veit ég ekki hvað dagurinn hefur uppá að bjóða en það verður alveg örugglega einhvað frábært. Giljagaur kom til byggða í nótt en hann gaf mér ekkert :( en ég fékk jólastaf eða candycane frá Stekkjastaur. Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag bið bara að heilsa ykkur.

Jólsþorpið hennar mömmu sem ég setti upp um daginn

Með ljósi

Við á fullu að skera laufarbrauð

Moli var orðin þreyttur og vildi bara vera hjá pabba og kúra

Afi á fullu að steikja

Mamma á fullu að þerra og pabbi að henda ofaní pottinn

Dísa að prófa seigu kökuna

Guð blessi ykkur Fjóla og Moli

Barn er oss fætt, sonur oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallast Undraráðgjafi, Guðshetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingji.
Jes. 9:6

11. dagar til jóla

2 comments:

Helga said...

Hljómar einsog skemmtilegur dagur :) Skemmtu þér vel á bíó í kvöld og heyrumst á morgun ;)
Kveðja, Helga og gemlingarnir

Helga said...

Þú verður svo að setja á netið myndirnar sem þú tókst af hundunum í dag ;)