Monday, December 24, 2007

24. desember Aðfangadagur

Í kvöld jólin eru að koma. Gleðileg jól gott fólk vinir og vandamenn. Þá er loksins komið að því besti tími ársins er runninn upp.
Dagurinn í gær var dásamlegur fór í göngu með Kristínu, Sóldísi og Arisi í frábæri veðri í Guðmundarlundi. Ég tók fult af myndum af jólasveinahundunum okkar og fáið þið að njóta þeirra eins og vanalega.
Við Davíð náðum loksins að skreyta tréið í gær og er það bara alveg ágæt litla fitibollan. Við settum alla pakana okkar undir tréið þótt það sé bara um stundarsakir vegna þess að við verðim hjá pabba og mömmu í kvöld. Við förum svo með alla pakkana í dag til þeirra. Við erum búin að skila af okkur öllum jólagjöfum nema einni til Tomma litla kalls.
Ég skellti mér svo í göngu með Helgu í kverfinu bara rétt til að ná að spjalla um það sem á daga okkar hefur drifið. Eftir gönguna var svo kimið að jólabaðinu hans Mola og það var sko ekki mikil gleði þar á ferð þegar hann fattaði hvað var í vændum. Hann reyndi að komast inn í vegginn inni á baði elsku kallinn. En það er afstaðið og er hann mjög feginn því.
Við Davíð ætlum annars bara að taka því rólega í dag og hafa það kósý og horfa á jólabarnaefnið ég ELSKA að horfa á jólabarnaefnið.
Ég hef ekkert annað að segja en Gleðileg jól og meigi Guð vera með ykkur yfir hátíðarnar og blessa ykkur og fjölskyldur ykkar ríkuglega.

Jólakveðjur Fjóla, Davíð og Moli

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
Jes. 40:29


Jólin eru KOMIN

1 comment:

Anonymous said...

Krúttleg mynd af litla jólasveininum mínum :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris