Tuesday, December 04, 2007

4. desember

Jæja þá er ég vöknuð gjörsamlega uppgefin eftir gærdaginn. Það er rosalega mikið álag á mér og Davíð þessa dagana og verð ég fljótt rosalega þreytt. Hneta var erfið í gær og ekki bætti það úr skák. Ég á það til að stressast öll upp sem gerir allt miklu verra en það þarf að vera og þá er allt komið í háaloft.
En á skemmtilegri nótum fór ég í göngu í gær með Kristínu vinkonu og Mola, Hnetu, Coco, Sóldísi og Aris og var ekkert smá gaman hjá þeim öllum, rosalega góður hópur saman. Hneta stóð sig rosalega vel í göngunni og vældi bara smá í enda göngunnar þegar hún var orðin þreytt og köld.
Í dag er málið að fara í göngu aftur með Helgu, Mola (en hann verður kanski heima finnst eins og hann sé að verða veikur), Hnetu, Coco, Fróða og Trítlu um tvö leitið. Það væri gaman að taka Sól með en hún bara er of stór í bílinn minn og þegar ég er með alla þessa hunda er það soldið erfitt. Ég sé samt hvað ég geri í dag ef Moli er ekki að fara með ;D.
Mamma kemur í fyrramálið á morgun loksins loksins loksins. Ég á þá alltaf eftir að vera hjá mömmu með hundana líklega út þessa viku.
Davíð er að fara í fyrsta prófið sitt núna í dag kl 9 og vil ég biðja ykkur um að hafa hann í bænum ykkar á þessum tíma. Ég vona að hann hafi fengið nægan tíma til að læra þrátt fyrir vandræðin í gærkvöldi.

Guð blessi ykkur
Fjóla, Moli og Hneta

20. dagar til jóla

2 comments:

Anonymous said...

Vá bara 20.dagar í jólin finnst svo stutt síðan það voru jól síðast :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Fjóla Dögg said...

já ég get ekki beðið að halda uppá jólin elska elska jólin besti tími ársins. Vonandi verður Hneta bara alveg þöggnuð þá og jólin geti verið fullkomlega æðisleg ;D.

Kv Fjóla, Moli og Hneta