Sunday, December 23, 2007

23. desember

Þá er Þorlákur mættur á svæðið.
Við Davíð og Moli vöknuðum í morgun og sáum að einhver hefði sett í sokkinn okkar ;). Ég náttúrulega dreif mig að sjá hvað var í þeim og gefa Mola úr sínum sokk en hann fékk fjórar pulsur mjög sáttur með það. Ég fékk jóladiskinn með Josh Groban og fult af nammi, Davíð fékk nýtt bindi til að vera með á jólunum, nammi og klementínur. Ég er búin að sitja núna uppi í rúmi og horfa á imban og borða klementínur og nammi og hafa það kósý með Kallinum mínum og Mola.
Ég fékk sms frá Kristínum um að kíkja í göngu í Guðmundarlund og ætlum við að hittast þar kl 11. Moli var rosalega ánægður með okkur í gær vegna þess að hann fékk að labba til mömmu og pabba tvisvar og svo einu sinni heim. Hann var settur í jólapeysuna sína og var með jólaólina sína og var ekkert smá adorabúl í öllu átfittinu. Ég set hann aftur í peysuna á eftir þegar ég fer í göngu með Kristínu.
Ég og Davíð settum saman piparköku hús í gær sem ég fékk úr vinnunni vegna þess að það vantaði annan þak hlutan. Við aftur á móti redduðum því með því að setja Maríu, Jósef, Jesúbarnið, Vitringana, Engilinn og fjárhirðana inn í húsið og kerti og er það ekkert smá kósý.
Jólatréð verður svo skreitt í dag þar sem við komumst að því að jólatrés fóturinn okkar brotnaði í fyrra og þurftum við að redda fæti sem við fengum seint í gær. Christmas vacacion varð fyrir valinu í gær til að horfa á og þá er bara ein skildu jólamynd eftir en það er Miracle on 34th street.
Við Davíð fengum mjög grunsamlegan pakka í póstkassan okkar í gær. Hann var merktur til Davíðs og Fjólu frá Jólasveininum. Við erum búin að velta þessu fram og t il baka hver þetta getur verið og erum alveg lost. Ég held að þetta sé dvd diskar en veit ekkert um það. Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur erum við að drepast úr forvitni og langar að komast að því hver í veröldinni gaf okkur þennan pakka.
Við fórum í skötu til afa og ömmu í Garðhúsi í gær og var það bara gaman. Ég smakkaði skötuna í held ég fyrsta eða annað skiptið og var hún bara alsekki svo slæm bara frekar góð þarf bara að venjast því að borða hana held ég en á næsta ári fæ ég mér líklega á disk sjálf.
Ég sé að það er enþá mjög dimt úti og veit ég ekki hvort verður farið að birta þegar ég fer út í gönguna en vonandi smá annars sér Moli bara um að lýsa veginn með peysunni sinni þar sem hún er með blikkandi ljósi ;).
Ég hef ekkert meira að segja í dag en bara það að það er nóg að gera og ég get ekki beðið eftir jólunum.

Kær kveðja Fjóla og Jóla Moli

Sá, sem talar, flytji orð Guðs, sá, sem þjónustu hefir skal þjóna eftir þeim mætti, sem Guð gefur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist.
1. Pét. 4:11



1. dagur til jóla

No comments: