Friday, December 21, 2007

21. desember

Góður dagur í gær.
Ég fékk tækifæri til að hitta Svanhvíti hjá afa og ömmu í Garðhúsi og var það rosalega gott og nauðsynlegt fyrir mig að hitta hana ásamt afa og ömmu. Við spjölluðum helling um heima og geima um ferðina hennar til Chile um Hilmar og Ingólf pabba Svanhvítar og málin með Skálholtskirkju. Moli elskaði að fá að fara með og gjörsamlega þefaði húsið í gegn vegna þess að Perla hennar Huldu frænku hefði verið í heimsókn þannig að tíkarligtin var í hámarki ;).
Það kom óvænt uppá að við Davíð gátum farið á tónleikana með Carolu í gærkvöldi og var það sönn Guðs gjöf að við komumst á þá. Carola er ein sú innilegasta manneskja sem ég hef hitt, hún er svo einlæg í trú sinni og það geislar út af henni. Rosalega gullfallegir tónleikar með gegjuðum lögum. Við davíð vorum alveg rosalega ánægð og erum núna alveg húkt á Carolu. En kvöldið hefur pottþétt ekki verið auðvelt fyrir hana og hennar fólk þar sem það voru tvennir tónleikar og varð hálftíma seinkunn á þeim fyrri sem gerði það að verkum að fólkið sem átti að mæta á þá seinni var farið að bíða fyrir utan og komst ekki inn fyrr en 5 mín í að tónleikarnir þeirra áttu að birja. Það þurfti þrjá lögreglu menn til að reyna að hafa stjórn á bílastæðamálum en ekki gekk það mjög vel. Það voru bílar gjörsamlega út um allt. Davíð sagði að það væri sorglegt ða þegar kirkjan var byggð að þá hafi þeim ekki dottið í hug ða svona mikið fólk myndi nokkurntíman mæta í kirkju því bílastæðin voru í þvílíkri mýflugumynd. Við davíð keyftum svo tvo diska áritaða og allt hjá Carolu einn fyrir okkur og einn fyrir mömmu.
Annars er jólahlaðborð í kvöld með Björnsbakaríi og hlakkar okkur bara til að fara. Ég fer í klippingu strax eftir vinnu og svo heim. Elsku hjartans kallinn minn ætlar að taka til héra heima á meðan.
Ég hef það ekki lengra að sinni þið fáið að vita allt um jólahlaðborðið á morgun.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Ákalla mig á degi neiðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.
Sálm. 50:15


3. dagar til jóla

1 comment:

Helga said...

Ég er sammála, tónleikarnir voru æðislegir! Kíki til þín fljótlega með pakka og svona ;)
Jólakveðjur, Helga og voffarnir