Tuesday, December 18, 2007

18. desember


Jæja jólahlaðborð á morgun og læti með Árbæarkrikju. Ég er búin að fá að vita að ég fæ frí milli jóla og nýárs og er því komin í frí eftir föstudaginn í þessari viku sem er æðislegt. Vikan finnst mér samt bara ekki líða það er bara ÞRIÐJUDAGUR!
Ég og Davíð klárðum Dexter seson 2 í gær og VÁ þeir sem eru ekki að fylgjast með Dexter eru að missa af miklu. Þessi karagter er náttúrulega GEGJAÐUR.
Ég horfði á Elf í gær ekki alveg búin með hana en klára hana í dag, hann er svo skemmtilegur. Fór svo í fjarðarkaup í gær með pabba og mömmu og við smigluðum Mola inn í töskunni sinni þannig að hann sat í körfunni og fylgdist með rosa stuð. Fórum svo í steiktan fisk til þeirra mjög gott. Af einhverjahluta vegna fórum við ða tala um kransæðar og Hlynsi bróssi sagði ða við hefðum bara eina kransæð, þá sagði Davíð að við hefðum bara eina ósæð ekki kransæð. Pabbi kom þá með þetta komment "Ég er svo rosalega mikið jólabarn að ég er eiginlega með aðventukransæðar" :D pabbi er náttúrulega bara snillingur.
Davíð minn er alveg að drepast í hálsinum og er ég skít hrædd um að ég verði veik svona akkúrat á aðfangadagskvöldi. Vonandi nær hann ekki að smita mig og að hann nái sér sem fyrst.
Jæja hef það ekki lengar í bili.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins.
Jóh. 1:29


6. dagar til jóla

No comments: