Sunday, December 09, 2007

9. desember


Þessi helgi er búin að vera alveg dásamleg í alla staði. Við Davíð erum búin að á að klára helling að því sem við ætluðum að gera og ætlum við að reyna að klára það í dag sem við vorum búin að ákveða að gera um helgina. Ég er búin að pakka inn nánast öllum gjöfum sem við erum búin að kaupa og er ég bara sátt með það. Ég og Davíð keyftum t.d. í gær gjöf handa Mola, Trítlu og Fróða og Sóldísi og Aris.
Í dag ætlum við svo að lára alveg að taka til, og kíkja svo í jólaþorpið í Hafnarfirði og svo fer ég í smáhundagöngu og vá hvað það verður gaman. Í kvöld er svo laufarbrauð hjá tengdó eins og ég hef minst á hér og hlakka ég mjög til, held ég skelli jólaólinni á Mola og geri hann fínan ;).
Restin af jólakortunum verður svo hent í póst í dag og þá er það búið og farið út YESSSS!!! Ég ætla líka að reyna að taka fallegar jólamyndir af Mola í dag úti og inni og senda í keppnina á hvuttum og sjá hvort maður vinni ekki með svona flottan hund ;D.
Ég held ég hef fátt fleira að segja eins og er þið fáið bara myndir og gaman á morgun eftir gönguna og svona.
Guð blessi ykkur öll og eigiði góðan dag.

Kveðja Fjóla og Moli

Meistarinn er hér og vill finna þig
Jóh. 11:28

15. dagar til jóla

No comments: