Monday, December 17, 2007

17. desember


Góðan daginn gott fólk.
Þá er bara vika í jólinn og get ég ekki beðið en á sama tíma trúi ég ekki að það sé svona stutt í þau. Jæja jólagjafir loksins BÚNAR jeiii!!! Þá er bara að bíða eftir að Davíð klári sitt próf og þá er virkilega hækt að slappa af og njóta lífsins en það er ekk fyrr en 20. desember :(.
Dagurinn í gær var notalegur ég vaknaði snemma eins og alltaf og horfði bara á imban og hafði það gott með Mola svo ákvað ég að vekja Hlegu vnkonu kl 13:05 og draga hana út með mér og Kristínu í göngu í brjáðuðu veðri sem hressti okkur allar við. Eftir gönguna var svo farið heim skift um föt og farið svo á Serrano í Smáralindinni og VÁ hvað öll bílastæðin voru troðin af bílum SÆLL!!
Í dag er fátt planað hjá mér en bara slappa af vegna þess að ég þarf á því að halda og kúra með Mola en það er ekkert jafn girnilegt að gera en einmitt leggjast niður við hliðina á honum og rotast aftur því ég er enganveginn að nenna að fara á fætur og fara í vinnuna.
Ég hef það ekki lengra í bili fáið meira á morgun.

Kær kveðja Fjóla og Moli


Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.
Róm. 14:8

7. dagar til jóla SÆLL!!!!
P.s Ein uppskrift af jólasmákökum fyrir jólin
Grand fyrir jólin
1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurkaðir ávextir
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand
Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt. Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt. Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál, 1 einni teskeið útí og hrærið aftur. Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni. Ef þurkuðu ávextirnir festast við hrærarrana losið þá þá af með rúfskjárni. Bragðið á Grandinu til að athuga magnið. Næst sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama? Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt. Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum. Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa. Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar
Varð að stela þessu af hundaspjallinu algjör snild ;).

1 comment:

Anonymous said...

haha fyndið
takk fyrir skvís! úfff bara 3 dagar í að þetta klárist :)
kv frænka