Saturday, December 08, 2007

8. desember


Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag hann á afmæli hann PABBI hann á afmæli í dag JEEIIIII :D. Núna er komin 8 desember og þá verður pabbi 45 ára eða hálf fimmtugur ein asnalega og það hljómar fyrir mig allavegana. Við Davíð ætlum að fara og kaupa afmælisgjöf núna á eftir og held ég að Hlynsi bróssi ætli að vera með okkur í henni.
Planið svo í dag er mjög þétt þar sem það þarf að gera helling af hlutum. Það þarf að taka allt í gegn hérna heima og klára að jólaskreyta, fara og versla jólagjafir, kíkja auðvita til pabba og mömmu, panta á netinu með Helgu, senda restina af jólakortunum, fara í labbitúr með Mola og vonandi einhverjum fleirum og jafnvel pakka inn jólagjöfum úúúú.... ;D
Á morgun er svo laufarbrauð um kvöldið hjá tengdó og verður það rosalega gaman og jólastemmarinn í hámarki.
Ég og Moli tókum Sól og Coco með okkur í göngu í gær með Helgu og Kristíu og voru með í för Fróði, Nala, Sóldís og Aris þannig að allt í allt vorum við með 7 hunda VÁ!!! Trítla var ekki með þar sem hún er ný búin að fara í geldingu og má ekki hreyfa sig of mikið. Það var sko rosa stuð hjá hundunum og elskaði Sól greyið að fá að fara með þar sem ég hef bara alltaf verið að taka Coco með mér en hana ekki. Það var svo gullfallegt veðrið og við töpuðum okkur alveg í myndatökum eins og sjá má.
Ég held ég hafi þetta ekki lengra í dag en leifi myndunum að tala.



Ætli maður byrji ekki á mannfólkinu en þarna er ég og Helga


Ég og Kristín

Fróði beauty prins


Rosalega góð mynd af Mola og Aris svo ógó sæt


Þarna var Aris ný búin að vera að grafa nebbanum ofaní snjóinn ig leit svo sona sætt upp


Sól skemmti sér Konunglega og var hin hressasta en maður fann að hún var orðin þreitt svona seinustu 15 mínúturnar því þá var hún bara fyrir aftan mig og labbaði þar rólega ;D


Dæmi um hvað veðrið var himneskt


Þá koma myndir af fallegasta hundi í heimi.. no offence stelpur ;). Ég náði svo flottum myndum af kallinum í nýu úlpunni sem mamma keyfti á Flórída handa honum


Rosalega flottar myndir þessi verður notuð í jólakortið næsta ár kanski ;)


Kær kveðja, Guð blessi ykkur

Fjóla og Moli

Minnist bandingjana, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama

Heb. 13:3

16. dagar til jóla

2 comments:

Anonymous said...

Oo það var svo gaman verðum að endurtaka þetta aftur sem fyrst :)
Svo verður fjör á morgun í smáhundahittningnum :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Æðislegar myndir, enda vel heppnuð ganga og yndislegt veður! Hlakka til að hittast á morgun í Sólheimakoti. Eigum við ekki að reyna að vera samfó?
Kveðja, Helga og voffalingarnir