Friday, December 07, 2007

7. desember

Ég skellti mér á tónleika í gær kvöldi með mömmu og Benjamín alveg óvænt. Við fengum miðana hjá tengdó á Jólatónleika Fíladelfíu vegna þess að þau komust ekki. Tónleikarnir voru ágætir. Páll Rósinkrans var gestasöngvaro og var hann bara ágætur. Það var engin fiðla í þetta skiptið og saknaði maður hennar alveg rosalega mikið. Efitr tónlekiana kíktum við mamma aðeins í jötuna og viti menn helduru að maður hefði ekki fundið Kristilegan disk með Brian Littrell úr Backstreet boys. Þetta var ánægjulegt og keyfri mamma hann handa mér og er hann nokkuð góður enda ekki við öðru að búast.
Ég fór í göngu í gær með Kristínu og hennar voffum og ég og Moli tókum Coco með sem var ekkert smá sáttur með það. Við ætlum aftur á morun í göngu og ætla ég að reyna að taka Sól með okkur þar sem við ætlum í langa og góða göngu og nú skal sko myndavélin vera við höndina.
Davíð er að fara í próf í dag næst síðasta og er það alveg rosalega mikill léttir hér á bæ þegar það er búið. Við ætlum svo að fara að jólavesla einhvað og gera fínt fyrir jólin um helgina og þess inni á milli fer ég í göngur með Mola en það verður smáhundaganga á sunnudagin sem mig langar að fara í.
Pabbi á afmæli á morgun elsku bestasti kallinn minn og verður hann 45 ára. Við Davíð getum ekki beðið ða gefa honum kortið sem við keyftum anda honum en það er gargandi snild.
Við fengum Grænakortið okkar inn í bandaríkin í fyrradag þegar afi, amma og mamma komu heim og vá hvað það er flott. Það er mynd af okkur og fingrafarið okka og svo er aftan á því einhver svaka plata sem geymir enhverjar endalausar upplýsingar um okkur. Það er best að tína þessu ekki ;D.
Jæja ég hef það ekki lengra í þetta skiptið og bið bara að heylsa ykkur. Guð blessi ykkur

Kær kveðja Fjóla og Moli

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Jós. 1:9

17. dagar til jóla

3 comments:

Anonymous said...

Oo hlakkar til að fara í göngu á eftir og hlakkar til að sjá Sól :) Ég er að fara í próf núna kl.11 getum farið beint eftir það læt þig vita þegar ég verð búin :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Æðislega vel heppnuð gangan í dag :) Verðum annars í bandi á morgun ;) Og eitt enn, ef þú átt ennþá hundatöskuna sem þú ætlaðir að selja, er ég til í að kaupa hana af þér :)
Kveðja, Helga, Trítla og Fróði

Fjóla Dögg said...

já á hana enþá og þú mátt fá hana ekkert mál ;).

Kv Fjóla

p.s. við hittumst á morgun einhverntíman og gerum pönntunina