Thursday, December 06, 2007

6. desember

Dagurinn í dag verður erfiður. Við höfum tekið ákvörðun um að láta Hnetu fara. Það eru margar ástæður fyrir því að þessi rosalega erfiða ákvörðun var tekin og erum við rosalega sorgmæt yfir þessu. Moli vildi ekkert hafa með hana að gera og var hálf skelkaður við hana og fanst okkur hræðilegt að horfa uppá hann því hann er búin að vera skugginn af sjálfum sér þegar hún er nálagt mjög sorglegt. Við Davíð bjuggumst ekki við því að þetta yrði svona erfitt og höfum við gjörsamlega einga orku til að sinna öllu því sem hún krefst af okkur. Hún og Moli eru mjög ólík í alla staði og sjáum við enga leið að þau muni ganga saman til framtíðar.
Ég hef verið algjörlega uppgefin alla daga og hef ekkert til að gefa frá mér. Ég þarf ða vinna í mínum málum og get ég það ekki þegar hún er til staðar. Líkaminn minn segir nei hingað og ekki lengra. Við erum búin að fá frið fyrir þessu frá Guði og trúum því að hann standi á bakvið okkur á þessum erfiðu tímum.
Mér líður náttúrulega hálf ömurlega þar sem draumur minn um annann hund fer svona gjörsamlega í vaskin og verður það erfitt fyrir mig að geta fengið mér annan einhverntíman seinna meir.
Ég vona að þið skiljið bara af hluta til hversu erfitt þetta er fyrir okkur. Guð blessi ykkur öll og takk fyrir allan þan stuðning sem mér hefur verið sýndur og er ég rosalega þakkælát fyrir hann.

Kveðja Fjóla og Moli

Ef einhvern yðar brestur viska, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast.
Jak. 1:5-6

18. dagar til jóla

6 comments:

Anonymous said...

Æ, hvað þetta er leiðinlegt að heyra Fjóla :( en þú ert að taka rétta ákvörðun með Mola í huga.
Svona er þetta bara, það semur alls ekki öllum hundum saman :(
Hafðu það nú gott um jólin :o)
Kveðja,
Ólöf Karen

Anonymous said...

Æ Fjóla mín.... Ekki er nú gaman að heyra þetta....:(
Þú er að gera það sem er rétt fyrir þig og þína. Ég hef fulla trú á þér elskan mín. Knús.
Ef þig langar að kíkja í göngu á sunnudaginn þá er smáhundaganga í Sólheimakoti kl:14. Jólakaffi.
Þín
Ásta María

Helga said...

Ég veit þú ert að taka rétta ákvörðun með Hnetu. Guð veri með þér, Fjóla mín.
Knús, Helga

jongunna said...

æi frænkulíusinn minn hrikalega leiðinlegt að heyra :( verð að fara að heyra í þér. Verðum endilega í bandi um helgina eða í næstu viku
úsímús :*
Frænka

Fjóla Dögg said...

Takk alveg rosalega mikið fyrir frábæra fólk.
Við erum sátt Guð blessi ykkur og ég mæti alveg pottþétt á sunnudagn hlakka til :D

Fjóla og Moli

Anonymous said...

Æi.. leiðinlegt að þetta gekk ekki upp en það hljómar eins og þið hafið tekið rétta ákvörðun. Það er alveg ómögulegt að vera með tvo hunda sem eiga ekki saman því þá nýtur hvorugur sín og allt verður svo erfitt. :( Hundarnir eru nú bara eins og við mannfólkið sumir eiga vel saman aðrir ekki.

Ég held því að Hneta og Moli verði bæði hamingjusamari vegna þessarar ákvörðunnar. :)

Knús á ykkur!
Erna