Wednesday, December 05, 2007

5. desember

Jæja loksins er mamma komin heim og rosalega er gott að fá hana. Ég er búin að vera meira og minna hjá henni í allan dag og sjá allt dótið sem hún keyfti og var það rosalega gaman. Við fengum allt hundadótið en ég hef sterklegn grun um að við höfum klúðrað pöntuninni eða að ég hef klúðrað henni fyrir okkur :( ég held það vanti allar ólar við taumana.
Dagurinn er búin að vera mjög erfiður þar sem mikið af hugsunum fljúga um hausinn á mér varðandi Hnetu. Ég ætla ekki að fara nánar út í það þar sem engar ákvarðanir hafa verið teknar endanlegar.
Ég ætla á bænastund í kvöld og vona ég svo innilega að Helga sé nógu hress til að fara með mér. Ég hef risa stórt bænarefni til að biðja fyrir.
Davíð er að fara í próf eftir 50 mínútur tæplega og er hann gjörsamlega að farast úr stressi elsku dugleasti maðurinn í heiminum. Ég bið ykkur um að biðja fyrir honum að allt megi ganga betur en hann heldur að þetta muni ganga. Davíð fékk samt úr munlega prófinu sem hann tók í gær og hann hélt að hann hefði ekki staðið sig vel en nei nei minn maður fékk 8,5 og var hæðsta einkunninn 9 þannig að þetta hefði valla getað orðið betra.
Ég verð í bandi á morgun og bið Guð um að vaka yfir ykkur og vernda ykkur á sama tíma og ég bið hann um að mæta mér í mínum erfiðleikum.

Kær kveðja Fjóla, Moli og Hneta

Eitt að lokum
Jæja sjáið þið einhvað útúr þessu?

19. dagar til jóla

p.a. ný hefð núna verð ég alltaf með ritnigarvess á hverjum degi njótið vel.

Jesús sagði: "Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki."

Matt. 6:32-33.

5 comments:

Anonymous said...

Hlakkar til að sjá allt nýja dótið :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Allir verða að giska á þrautina mína og segja mér hvað þeir sjá.

Kv Fjóla

Anonymous said...

Ég sé Jesú :o)

Helga said...

Hundsrass :)

Fjóla Dögg said...

já það er rétt Jesú finnst ykkur þetta ekki magnað :D kansli er þeta einhvað photoschopað en ég veit ekki nokkuð gott samt.

Kv Fjóla og Moli