Thursday, December 20, 2007

20.desember

Loksins, Loksins, loksins er þessi langa þráði dagur runninn upp. Davíð er að fara í einasta prófið sitt í dag Thank you GOD. Stressið er búið að vera mikið og erfiðir tímar þegar próflestur er í gangi og get ég ekki beðið þangað til þetta er búið.
Við kíktum á jólahlðborð á Lækjarbrekku í gær í hádeginu, okkur var sagt að mæta 12 og það hélt þjónustufólkið líka en nei nei það var ekki fyrr en hálf 1 sem við áttum ða mæta og ofaná það í þokkabót voru flestir að koma svona 5 mín í 13 rosalega lélegt finnst mér. Við hittum þó Sólrúnu Ástu ljósgeisla og hún gjörsamlega ljómaði og þið sem vitið hvar hún verður um jólin vita líklega afhverju. Mér fannst ég bara verða að segja að sólrún er alveg dásamleg persóna og á ekkert nema gott skilið enda held ég að hún sé búin að finna það ;).
Það gæti verið að við Davíð færum óvænt á Carolu tónleikana í kvöld og væri það bara yndislegt. Við Svanhvít æltum ða hittast í kvöld þar sem ekki gekk allt upp í gær en það gerist nú og fara kanski á kaffihús og spjalla. Annars er tiltektar og jólagleði dagur hjá mér og Davíð í dag.
Ég á bara daginn í dag og daginn á morgun eftir í vinnunni og þið trúið því ekki hvað ég get ekki beðið að losna í smá frí.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili segi bara Guð blessi ykkur eins og altaf og meigi þið eiga dásamlegan dag.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Nú er engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Róm. 8:1-2


4. dagar til jóla

2 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun í kvöld verðum svo að fara að hittast :)
Á morgun er ég samt að vinna frá 9-22 þannig það er víst fullbókaður sá dagur á laug er ég svo að vinna 9-12 þannig ég er laus eftir það ;)
Ég er líka laus í dag eftir kl.17:20 :D

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Hlakka til að rekast vonandi á þig á tónleikunum í kvöld ;)
Kristín: ég kíki allavega til þín á laugardag :)
Kveðja, Helga og hundarnir