Sunday, December 02, 2007

2. desember


Þá erum við ný komin inn úr rosalega skemmtilega Chihuahuajólaboði. Hneta og Moli skemmtu sér konunglega og hlupu um eins og brjáluð og heilsuðu uppá alla hundana. Það var búið að koma fyrir jólatré og var dansað smá í kringum það með undirspili frá bróður Böggýar. Síðan var boðið uppá kræsingar frá öllum í deildinni og bakaði ég köku til að leggja í púkkið ;).
Síðan var sungið meira og fólk dansaði meira og talaði saman og hasfið voðalega gaman af þessu öllu saman. Ég var rosalega montin af Hnetu hvað hún stóð sig vel litla bollan og var ég dugleg að kalla á hana að koma og viti menn þegar hún sá mig kom hún á harðaspretti til mömmu sín.
Tjúarnir tóku bara vel í litla vitleisinginn og var alveg sama þótt hún væri ekki tjúi ;D.
Núna kl hálf fimm ætlum við Davíð svo að kíkja í kirkju og láta hundana lúlla heima á meðan.
Davíð er búin að vera rosalega duglegur að læra fyrir próf og get ég ekki beðið að hann klári þetta prófa rusla allt saman.
Annars er það í fréttum að Hlynsi bróssi var að kaupa sér gegjaðan bíl í gær Lincoln Navigetor 2003-2004 mótel rosalega flottan enda er Hlynsi alveg að springa úr gleði með hann. Hann fylti á jeppan í gær og kostaðið það litlar 14.300 kr SÆLL!!! Ég held að ég og Davíð eiðum því ekki á mánuði á Trölla Angantýr.
Lilly frænk er að fara út til Flórída á morgun og ætla ég að vera henni innar handar að fylgjast með Coco hundinum hennar. Þar sem ég get ekki tekið hann fyrr en eftir helgina 8-9 des er ég að spá í að bjóðast til að fara eftir vinnu heim til henar og vera með honum þar í einhvern tíma með mínum vitleysingum.
Annars hef ég það ekki lengra í dag skelli bara in nokkrum myndum og vona að þið njótið vel.

Kveðja Fjóla, Moli og Hneta

22. dagar til jóla


3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir síðast :)
Vá fljót að blogga um tjúahittinginn æðilsega gaman vonandi verður jafn gaman á fiðrildajólunm halakka mikið til að hitta alla papillonana næstu helgi ;)
Sjáumst vonandi sem fyrst ;)
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Fjóla Dögg said...

Já hittumst sem fyrst og skellum okkur í göngu allar þrjár helst á morgun bara ;)

Kv Fjóla, Moli og Hneta

Anonymous said...

hæ krúsidúlla, ofsalega gaman að sjá þig vera svona duglega að blogga, takk fyrir að vera svona þolinmóð og góð á meðan ég er í prófunum! Knús knús!
-Davíð