Wednesday, December 19, 2007

19. desember

Vá hvað ég átti leiðinlegan og erfiðan dag í gær. Ég er að vinna með strák sem er 4 árum ingri en ég og sýninr mér enga virðingu., mætir alltaf of seint og er svo bara dónalegur. Sem betur fer verð ég bara að vinna til 11 í dag þar sem ég er að fara á Jólahlaðborð með Árbæjarkirkju á Lækjarbrekku.
Davíð er að fara í síðasta prófið á morgun og þið trúið því ekki hvað ég get ekki beðið þangað til þetta allt saman er búið. Í kvöld var Svanhvít frænka að bjóða mér að koma með sér á tónleika í Dómkirkjunni kl 22. Við ætlum örugglega að skella okkur á kaffihús á undan og spjalla smá.
Eins og þið hafið kanski áttað ykkur á þá get ég ekki beðið að fá jólafrí og losna frá vinnunni ég er alveg á mínum síðustu metrum hvað varðar þolinmæði.
Marisa og Jón fara á morgun út og verðum við að koma til þeirra pakka í dag eða seinastalagi á morgun.
Ég hef ekkert fleira að segja nema bara Guð blessi ykkur og meigi hann hjálpa mér að sýna þolinmæði og Kristinn kærleik til vinnufélaga míns.

Kveðja Fjóla og Moli

Jesús sagði: "Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar."
Matt. 9:37-38

5. dagar til jóla

3 comments:

Helga said...

Vonandi finnst lausn varðandi þennan vinnufélaga, en ég ætla ekki að vorkenna þér of mikið þar sem þú færð svo gott jóla frí ;) Verðum að heyrast fljótlega!
Guð blessi þig,
Helga og voff voff

Anonymous said...

Já ég er bara búin að vera að gefa þér smá pásu frá mér þar sem Sigga er búin að vera hjá þér og mikið að gera hjá þér örugglega.
Hlakka til að sjá þig sem fyrst. Ferð þú ekki á Carolu? Ég og Davíð erum líklega líka að fara. Sjáumst vonndi þar.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Helga said...

Ok, æði, hlakka þá til að sjá þig þar í kvöld! En ég og Sigga höfðum það annars bara rosalega fínt saman. Ég ætlaði alltaf að láta ykkur hittast, en tímin flaug bara frá okkur. En eigðu annars yndislegan dag Fjóla mín og ég hlakka til að sjá þig vonandi í kvöld.
Kærleikskveðjur, Helga og voffarnir
P.S. búin að setja færslu á bloggið mitt, ef þú ert ekki búin að skoða ;)