Þá er fyrsti jólasveinnin komin á kreik hann Stekkjastaur.
Ég er svo rosalega þreitt að það hálfa væri nóg nenni ekki í vinnuna fyrir fimm aura. Langar að liggja heima og sofa hjá manninum mínum og hundinum mínum því það vill svo skemmtilega til að þeir eru ynndislegastir.
Ég setti upp hólaþorpið hjá pabba og mömmu í gær og er það rosalega flott í ár eins og alltaf. Ég þarf að smella af því mynd og setja hérna inn. Mamma fór svo með mér í hundafmi að sjá hvað Moli er duglegur og stóð kallinn sig eins og hetja. Eftir fimina kíktum við örstutt í Garðheima að skoða jóladótið sem er nú alltaf gaman.
Í kvöld er svo laufarbrauð hjá Jóhanni frænda og verður það alveg öruglega mikið stuð og gaman. Jóhann er vanur að vilja 300-400 kökur af laufarbrauði sem er nú ekkert smá og höfum við oft setið yfir að sketa þetta og svo steikja alveg langt fram á nótt en núna ætla pabbi og mamma bara að skera sitt heima og steikja bara hjá Jóhanni þar sem þau úa nú á móti hvort öðru.
Ég hef fátt að segja í dag nema bara að það er stutt í jólin og ætla ég að reyna að klára þessar gjafir sem allra allra fyrst og ætla ég að skella mér í Kringluna í dag.
Kær kveðja Fjóla og Moli
Guð hefur gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn á lífið, sá, sem hefir ekki Guðs son á ekki lífið.
1. Jóh. 5:11-12
12. dagar til jóla
P.s. Helga þú átt von á mér í dag til að taka mynd af voffunum saman ;).
1 comment:
Æ, ég hefði nú gjarnan viljað fá þig til mín í dag, Fjóla mín. En ég er víst á kvöldvakt, en ég á frí á morgun, svoleiðis við verðum í bandi þá :)
Guð blessi þig Fjóla mín.
Knús, knús. Helga og gengið.
Post a Comment