Tuesday, December 11, 2007

11.desember

Þá er jólahlaðborðið búið :(. Við fórum í Perluna í ár eins og ég hef örugglega minst á en það var mjög fínt. Ég var samt ekki eins ánægð og með Grandhótel. Það var einhvernvegin meiri kósý stemmning þar hringlaga borð og svona en það sem Perlan hafði framyfir Grand voru fleyri réttir og eftiréttir :D. Við fórum heilan hring í Perlunni (þar sem hún snýst þið munið ;)) og tók það 2 og hálfan tíma. ég verð að viðurkenna að ég var orðin ansir þreytt eftir umburðarríkan dag þegar við komum svo heim í brjáluðu veðri klukkan hálf ellefu.
Ég fór nefnilega fyrr um daginn með Helgu í göngu með hundana + Sól og Coco og var það voða gaman. Í dag fór ég svo aftur í göngu með Kristínu og Helgu í ekki svo góðu veðri.
Núna er Coco hjá mér meðan ég blogga og vill ólmur komast niður til Mola. Við erum svo á leiðinni í mat til mömmu og pabba og svo er planið að fara að skreyta jólaþorpið hjá mömmu.
Ég sé hvort ég nenni í hundafimi með Mola í kvöld en bæði hann og ég hefðum gott af því.
Ég læt þetta næja í bili læt myndirnar um restina.
Ég og Dísa hans Hlynsa

Ég og Pabbi
Hlynsi með pínulitla kaffibollan ógeðslega fyndið ;D

Systkinin Guðlaug María og Davíð
Linda Tengdamamma og pabbi


Mamma og Sveinbjörn tengdapabbi
Kveðja Fjóla og Moli


Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til.


2. Kor. 5:17


13. dagar til jóla

1 comment:

Helga said...

Ég er að vinna frá hálffjögur á morgun aftur, heyri í þér þegar þú ert búin að vinna ;)
Kærleikskveðjur, Helga og voffarnir