Jæja ég hef hreint ótrúlega sögu að segja. Málið er það að í fyrrakvöld var ég á Kynningarnefndar fundi Chihuahua deildar og skutlaði Halldóru heim eftir hann. Þegar heim var komið taldi ég mig hafa læst bílnum og farið svo inn en líklega hefur farðegahurðin verið hálf opin vegna þess að þegar Davíð kom út í bílinn morgunin eftir var hann ólæstur. Davíð hugsaði ekkert meira út í það og fór í vinnuna. Þegar ég fór svo líka seinna um dagin með Davíð í bílinn sá ég að geisladiskarnir okkar lágu á bílgólfinu og stór steinn þar líka. Mér fannst þetta heldur undarlegt og Davíð sagði bara að þetta hefði verið svona þegar hann fór í bílinn um morguninn (en að honum ditti í hug að taka þá upp neeeii). Allavegana svo leið dagurinn og það kom að því að við skella okkur í leikfimi og þá fundum við kvergi töskuna okkar með leikfimisskónum okkar í. Okkur fanst þetta soldið skrítið en héldum að þeir væru bar einhverstaðar í draslinu heima þannig að við fórum bara í leikfimi og hugsuðum ekkert meira um það. Svo kom að því að tími var komin til að fara í þrífi vinnuna okkar og þá áttuðum við okkur á því að lyklarnir voru hvergi. Við leituðum út um allt inni í íbúð, í bílnum hringdum í pabba og mömmu en ekki fannst lykillinn. Á þessu mómenti var Davíð farinn að vera fullviss um að það hefði verið brotist inn í bílin og þessu stolið. Ég aftur á móti gat ekki trúað því þar sem ekki voru teknir geisladiskarnir okkar, silfukross sem var í bílnum, búrið hans Mola og fleira.
Við urðum að hringja í yfirmann minn sem var ekki á landinu hún gaf mér númer hjá annari og hún kom og opnaði fyrir okkur svo við gætum þrifið. Ferlega ömurlegt kvöld vægastsagt. Þegar þessu var öllu lokið föttuðum við svo að teningunum okkar sem hanga á speiglinum hefði líka verið stolið. Fáránlegt!
Jæja í morgun fór svo Davíð niður á löggustöð og lagði fram kæru. Ég var að fá símtal sem sagði að nýir lyklar væru tilbúnir fyrir mig og allt er að falla í réttar skorður. Ég þakka samt Guði fyrir það að bílinn hafði verið opinn vegna þess að ég er nokkuð viss um að steinninn sem var á gólfinu í bílnum hefði annars verið notaður til að brjóta rúðuna og þá værum við ekki að fara í útilegu um helgina.
Kveð að sinni
Fjóla alveg hlessa!
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Vá, hvílík saga! Mikið er það samt frábært að þetta fór ekki verr en þetta!!! Ótrúlega er þetta samt e-ð kreisí land sem við búum á!!! *dæs*
- Tinna Rós
Post a Comment