Friday, June 16, 2006

Útilega sýðustu helgi


Við Davíð og Moli fórum í útilega sýðustu helgi á Þingvelli. Við skelltum okkur afstað á föstudeginum eftir vinnu, fengum leifi fyrir tjaldinu og keyftum líka veiðileifi þar sem við tókum stangirnar með okkur. Það var alveg sjúkt veður á föstudags kvöldinu, blankalogn og mjög milt. Við ákváðum því að fara í lausagöngu með Mola og það var frábært. Við löbbuðum að skógarkoti held ég að það heyti og skoðuðum okkur um þar.
Eftir röltið fórum við upp í tjald og gerðum okkur tilbúin að fara í háttinn. Horfðum á CSI New Yourk, já við tókum DvD ferðaspilaran okkar með.
Morguninn eftir ákváðum við að vakna snemma eftir rigningarsama og soldið roksæla nótt. Við fengum okkur morgunmat og skelltum okkur svo út til að reyna að veiða fisk en þeir eiga að vera mest æstir ða bída á á morgnana og kvöldin. Við sáum marga ná í flugur rétt hjá flotholtinu okkar en engin beit á. Eftir soldin tíma þar sem lítið gerðist nema smá nart gáfumst við upp og fórum í tjaldið til að fá okkur smá hressingu. Þar sem við vorum orðin soldið blaut og köld eftir útiveruna ákváðum við að taka okkur smá keirsluferð upp í Mosfellsbæ til að kaupa tómatsósu, steigtanlauk og hamborgarakridd þar sem ég snillingurinn gleymdi að taka það með í ferðina ;). Þegar í tjaldið var aftur komið fengum við okkur köku og kókómjólk og kúrðum smá til að fá í okkur hita. Stuttu eftir að við komim úr Mosfellsbæjar ferðinni hringdi Reynir afi og spurði hvort við vildum ekki kíkja til þeyra þar sem þau voru stödd í Biskupstungum hjá Sifrúnu frænku. Við Davíð sögðum bara já og lægðum afstað til þeirra.
Þegar við vorum þangað kominn og fengum ða sjá nýa flotta ferðahúsið þeirra fengum við smá pönnukökur og mjólk. Við spjölluðum heilmikið skoðuðum kriddjurtirnar, Moli elti hanana alveg ferlegur, svo kíktum við í Slakka dýragarðinn þar sem María Sól frænka er að vinna og Reynir frændi var ða horfa á fótboltan á breiðtjaldi og sögðum rétt hæ við þau. Okkur var boðið að vera í mat en við ákváðum að fara á tjaldstæðið þar sem möguleiki var á því að Ásgeir og Bára myndu láta sjá sig.
Þegar heim var komið var hafist handa við að grilla pulsur fyrir litlu fjölskylduna sem var mjög sátt við það. Við tókum ákvörðun um að fara aðeins inn í tjald og hlía okkur horfa á smá dvd og reyna svo að skella okkur út til ða freista þess að fá fisk.
Við gerðum allt til fyrir fiskiríið en ekkert kom því miður. Moli aftur á móti var orðin sérlega linkin í því að veiða míflugurnar og ég náði einni af honum þar sem hann er ða reynað a ná einni. Moli fékk eiginlega nýtt viðurnefni í þessari ferð eða Moli "míflugubana" vegna þess að þegar við sátum og veiddum sat Moli hjá okkur og át allar flugurnar sem sveimuðu í kringum okkur.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. En ég kem með meira seinna.

Kveðja Fjóla og litla sæta fjölskyldan hennar.


No comments: