Friday, June 16, 2006

Flórída

Ég get ekki beðið þangað til ég fer út. Núna eru hvorki meira né minna en 40 dagar þangað til ég fer út það er alveg sjúklega mikið að mínu mati. Ég er búin að liggja yfir Disney World, Universal Studios og Island of Adventure sýðunum síðastliðna daga og get ekki hamið mig af spenningi. Við Davíð erum eginlega búin að taka ákvörðun um það fara auk Disney garðana tveggja, Epcot og Magic Kingdom, í Universal Studios og Island of Adventure. Við getum fengið net tilboð sem hljóðar svo þú kaupir miða í tvo garða og færð þá þrjá daga aukalega sem þú getur verið í garðinum sem er alveg ofsalega fínt.
Jæja ég tel bara niður dagana hef samband næst þegar það eru 30 dagar í brotför.

Kveðja Fjólída ;)

No comments: