Wednesday, June 07, 2006

Moli fer í Bronspróf :D

Við Moli fórum í síðasta hlýðninámskeiðs tíman í gær. Við vorum bara ein vegna þess að allir aðrir voru búin að afboða sig til að fara með hundana á sýningarþjálfun... lélegt. Ég var nú samt bara sátt við það þar sem við Moli fengum uppsett Bronspróf sem ég ætla hér að segja frá.
Prófið er byggt upp þannig að því er skipt í hluta. Fyrsti hluti er hælganga í taum, hún fer svo fram. Við gönggum saman þar til prófdómari gefur skipunina stop og setjast, þá stopa ég og Moli á að setjast sjálfur. Eftir það hældum við áfram snúum við horn og löbbum hraðar og þá má segja hæll (vegna þess að það er hraðabreyting). Eftir það löbbum við venjulega ég sný og hann sest. Nú förum við svo aftur til baka þar sem allt er eins nema það að þar sem við löbbuðum hratt förum við hægt. Þá er komið að því að gera þetta allt aftur án taums og allt það sem eftir er núna er án taums.
Næst er komið að því að hoppa yfir hyndrun. Það er getrt þannig að ég segi hæll við göngum afstað við hoppum yfir og löbbum svo fimm égsný og han sest við hæl, æfingin búin.
Þá er komið að liggja og bíða í 2 mínútur. ég segi við Mola niður, bíddu (eða labba bara í burtu) og geng svo frá honum ca 20 skref. Núna á hann að bíða í 2 mín þangað til ég labba aftur til hans þá fer ég fyrir aftan hann, bíð í smá stund og fer svo til hans bíð smá segi sva sestu og þá er sú æfing búin.
Þá er það hælganga þar sem við göngum og stoppum Moli sest ég gef skipunina niður, ég bíð, gef svo skipunina sestu og göngum svo afstað. Eins merð þessa æfingu geri ég standa labba frá honum nokkur skref kem svo til hans segi sestu og þá er æfingin búin.
Þá held ég að allt sé upp talið nema það sem prófið byrjar á sem er að prófdómari heilsar, Moli á að sitja kyrr og svo skoðar hann í honum tennur.
Ég ætla núna að vera alveg ofsalega dugleg að leggja svona próf á fyrir Mola helst á hverjum degi fram að prófi í ágúst. Hér er linkur yfir það sem á að gera á prófinu og hvað maður fær mörg stig fyrir hverja æfingu. http://hrfi.is/skjol/bronsmerki.pdf

Ég hef ekki meira að segja í bili heyri í ykkur.

Kveðja Fjóla og Moli

No comments: