Tuesday, June 06, 2006

Hundafimi og Fullkomið brúðkaup.

Í gær var fyrsti tíminn okkar mola í Hundafimi. Það var alveg ofsalega gaman minn naut sín í botn og var til fyrirmyndar, ég fékk meira að segja hrós fyrir hvað ég væri gott samband á milli okkar þarf bara að segja orðið og hann gerir það. Við áttu að hoppa yfir smá hindrun þannig að ég sagði Mola fyrst að bíða og svo kalla á hann "Moli hopp" og það gekk eins og í sögu. Næst á eftir því oru göngin og það gekk líka alveg glimrandi. Því miður náðum við ekki að klára tíman vegna þess að ég og Davíð áttum miða í Borgarleikhúsið á Fullkomið brúðkaup. Þessi sýning er æðisleg, alveg ofsalega fyndin og skemmtileg. Eins og þið vitið ef þið lásuð bloggið mitt fyrir nokkrum dögum er Gói búin að vera veikur, en hann er aðal leikarinn í Litlu Hryllingsbúðinni og Fullkomið brúðkaup, hann fór þrátt fyrir slappleikan á kostum í sýningunni í gær.
Ég get bara sagt eitt um þessa sýningu og það er það að allir þurfa að sjá hana hún er alveg ofsalega skemmtileg.

Hef ekkert meir að segja í bili bið að heylsa ykkur

Kveðja Fjóla

2 comments:

Jón Magnús said...

Gaman að heyra hvað það gengur vel með að þjálfa hundinn góða. Hann er nattla algjört krútt! :) músí músí mús.. ég meina voff voff!

Fjóla Dögg said...

Oh takk fyrir það. Ég var líka í síðasta hlýðninámskeiðstímanum í gær og þjálfarinn sagði ða hann vildi sjá okkur áfram og vill að við förum í bronspróf í ágúst eða september. Það er hlýðnipróf.